Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2002, Blaðsíða 59

Freyr - 01.09.2002, Blaðsíða 59
Ákvarðanir á SOD virkni gáfu ekki einhlíta niðurstöðu vegna þess að SOD virknin í ám á riðu- bænum (flokkur 3a) var svipuð og í ám á riðulausu bæjunum (flokkur 1 og 2), enda þótt virkn- in væri marktækt minni í ám á bæjum þar sem grunur var um riðu (flokkur 3) (mynd 4). Ákvarðanir á virkni GPO gáfu hins vegar sterklega til kynna að virkni GPO kunni að vera minni í ám frá riðubæjum eða bæjum með grun um riðu (mynd 5). í tilraunum með mýs, sem sýktar hafa verið með sjúklegu príon- próteini úr riðuveiku fé, hefúr einmitt verið sýnt fram á að SOD virkni og GPO virknin minnkar í heilanum þegar sýkingin byrjar að gera vart við sig eða nokkru áður. í þessu sambandi skal þess getið að lítil GPO virkni í ám á býlum í flokkum 3 og 3a (mynd 5) tengist ekki veikindum vegna skorts á seleni (óbirtar athuganir). Samantekt og ályktanir Riða í sauðfé er príonsjúkdóm- ur sem valdið hefúr og gæti enn valdið miklum usla nema fyllsta aðgát sé viðhöfð. Mikið er í húfi að sýkingin komi ekki upp á ný í heilbrigðu sauðfé á býlum þar sem fjárskipti hafa farið fram með æmum tilkostnaði. Vitað er, á gmndvelli sýkingartilrauna í músum og á annan hátt, að tmfl- un á oxavamarensímum gæti leg- ið að baki breytingum eins og þeim sem sjást í heila riðuveikra kinda. Ovíst hefur verið hvort truflun á oxavamarensímum mætti einnig greina í blóði fjár- ins. Niðurstöður, sem hér birtast, gefa til kynna, að nota mætti ákvarðanir á virkni GPO og ef til vill einnig SOD i blóði til þess að skima fyrir útbreiðslu sýkingar- innar. Fyllri rannsóknir geta Framhald á bls. 53. 600 1 2 3 3a Category Mynd 4. SOD virknin í blóði úr ám í öllum fjórum flokkum („category"). Bláu súlurnar sýna mælingagildin úr sýnum í fyrri umferð („Round 1”) í septem- ber 2001, en rauðu súlurnar sýna mælingagildin úr sýnum í seinni umferð („Round 2") i mars 2002. Sýni úr ám á nýjasta riðubænum (greint i jan. 2002) voru einungis tekin i seinni umferð (flokkur 3a). SOD virknin óx, þeg- ar leið á veturinn (sennilega mest vegna meðgöngu), en var í báðum um- ferðum marktækt minnst í ám frá bæjum, sem taldir voru i smithættu vegna uppkomu riðu á næsta bæ (3. flokkur).(Tekið eftir ritgerð sem ætluð ertil birtingar í erlendu dýralæknatímariti). Mynd 5. GPO virknin i blóði úr ám í öllum fjórum flokkum. GPO virknin var marktækt minni í báðum umferðum í sýnum úr ám frá bæjum, sem taldir voru í smithættu (flokkur 3) og í ám frá nýjasta riðubænum (flokkur 3a) held- ur en í sýnum úr ám frá bæjum þar sem riðulaust hafði verið i 8-10 ár (flokkur 2) eða riða aldrei komið upp eða verið riðutaust í 40 ár eða lengur (flokkur 1). GPO virknin hefur tilhneigingu til þess að minnka í meðgöngu (rauðar súlur) þrátt fyrir selengjöf. Þessa varð vart i flokkum 1 og 2, en ekki i flokki 3. (Tekið eftir ritgerð sem ætluð er til birtingar I erlendu dýralæknatímariti). Freyr 8/2002 - 59 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.