Freyr - 01.09.2002, Page 59
Ákvarðanir á SOD virkni gáfu
ekki einhlíta niðurstöðu vegna
þess að SOD virknin í ám á riðu-
bænum (flokkur 3a) var svipuð
og í ám á riðulausu bæjunum
(flokkur 1 og 2), enda þótt virkn-
in væri marktækt minni í ám á
bæjum þar sem grunur var um
riðu (flokkur 3) (mynd 4).
Ákvarðanir á virkni GPO gáfu
hins vegar sterklega til kynna að
virkni GPO kunni að vera minni í
ám frá riðubæjum eða bæjum
með grun um riðu (mynd 5). í
tilraunum með mýs, sem sýktar
hafa verið með sjúklegu príon-
próteini úr riðuveiku fé, hefúr
einmitt verið sýnt fram á að SOD
virkni og GPO virknin minnkar í
heilanum þegar sýkingin byrjar
að gera vart við sig eða nokkru
áður. í þessu sambandi skal þess
getið að lítil GPO virkni í ám á
býlum í flokkum 3 og 3a (mynd
5) tengist ekki veikindum vegna
skorts á seleni (óbirtar athuganir).
Samantekt og ályktanir
Riða í sauðfé er príonsjúkdóm-
ur sem valdið hefúr og gæti enn
valdið miklum usla nema fyllsta
aðgát sé viðhöfð. Mikið er í húfi
að sýkingin komi ekki upp á ný í
heilbrigðu sauðfé á býlum þar
sem fjárskipti hafa farið fram
með æmum tilkostnaði. Vitað er,
á gmndvelli sýkingartilrauna í
músum og á annan hátt, að tmfl-
un á oxavamarensímum gæti leg-
ið að baki breytingum eins og
þeim sem sjást í heila riðuveikra
kinda. Ovíst hefur verið hvort
truflun á oxavamarensímum
mætti einnig greina í blóði fjár-
ins. Niðurstöður, sem hér birtast,
gefa til kynna, að nota mætti
ákvarðanir á virkni GPO og ef til
vill einnig SOD i blóði til þess að
skima fyrir útbreiðslu sýkingar-
innar. Fyllri rannsóknir geta
Framhald á bls. 53.
600
1 2 3 3a
Category
Mynd 4. SOD virknin í blóði úr ám í öllum fjórum flokkum („category"). Bláu
súlurnar sýna mælingagildin úr sýnum í fyrri umferð („Round 1”) í septem-
ber 2001, en rauðu súlurnar sýna mælingagildin úr sýnum í seinni umferð
(„Round 2") i mars 2002. Sýni úr ám á nýjasta riðubænum (greint i jan.
2002) voru einungis tekin i seinni umferð (flokkur 3a). SOD virknin óx, þeg-
ar leið á veturinn (sennilega mest vegna meðgöngu), en var í báðum um-
ferðum marktækt minnst í ám frá bæjum, sem taldir voru i smithættu vegna
uppkomu riðu á næsta bæ (3. flokkur).(Tekið eftir ritgerð sem ætluð ertil
birtingar í erlendu dýralæknatímariti).
Mynd 5. GPO virknin i blóði úr ám í öllum fjórum flokkum. GPO virknin var
marktækt minni í báðum umferðum í sýnum úr ám frá bæjum, sem taldir
voru í smithættu (flokkur 3) og í ám frá nýjasta riðubænum (flokkur 3a) held-
ur en í sýnum úr ám frá bæjum þar sem riðulaust hafði verið i 8-10 ár
(flokkur 2) eða riða aldrei komið upp eða verið riðutaust í 40 ár eða lengur
(flokkur 1). GPO virknin hefur tilhneigingu til þess að minnka í meðgöngu
(rauðar súlur) þrátt fyrir selengjöf. Þessa varð vart i flokkum 1 og 2, en ekki
i flokki 3. (Tekið eftir ritgerð sem ætluð er til birtingar I erlendu
dýralæknatímariti).
Freyr 8/2002 - 59 |