Freyr - 01.09.2002, Blaðsíða 48
BLUP kynbótamat á sauðfé
fyrlr klötmat haustlð 2002
r
Asíðasta ári voru kynntar
hér í blaðinu niðurstöður
úr BLUP kynbótaniati fyrir
kjötmatseiginleika hjá sauðfé
hér á landi. Nú hafa verið
gerðir hliðstæðir útreikningar
þar sem við hafa bæst gögn
frá haustinu 2001. Einnig hafa
bæst við upplýsingar frá fyrri
árum fyrir örfá bú sem voru
seint fyrir með uppgjör, auk
þess sem nú voru með gögn
fjárræktarbúsins á Hesti sem
því miður tókst ekki að ná
með í þeirri tímaþröng sem
þurfti að vinna upplýsingar í á
síðasta ári, en eru okkur ákaf-
lega mikilvægar í þessum út-
reikningum. Þannig eru nú að
baki niðurstöðunum gögn úr
kjötmatinu fyrir fjögur ár og
umfangið er orðið feikilega
mikið. Þar er að finna kjöt-
matsupplýsingar fyrir rúm-
lega milljón lömb frá þessum
fjórum árum. Þessi gögn eru
síðan í útreikningunum tengd
ætternisupplýsingum um for-
eldra og forfeður með ættar-
skrá fjárræktarfélaganna sem
telur orðið tæpa milljón ein-
staklinga (fullorðið fé á
skýrslum í fjárræktarfélögun-
um, eins langt og upplýsingar
ná).
Með útreikningum sem þessum
Lóði 00-871 hefurhæstu heildareinkunn allra sæðingastöðvarhrúta. Gefur
afbragðs kjötgæði, litla fitu og mikla vöðva.
eftir
Jón Viðar Jónmundsson,
og
Ágúst Sigurðsson,
Bænda-
samtökum
Islands
á að vera mögulegt að nýta upp-
lýsingamagnið, sem fyrir hendi
er, á þann veg sem við þekkjum
bestan til þeirra hluta í dag.
Með því að tekið er tillit til
allra ættartengsla þá nýtast við
útreikninga fyrir hvem einstakl-
ing ekki eingöngu upplýsingar
fyrir hann heldur alla skylda ein-
staklinga. Fyrir upplýsingar eins
og úr kjötmatinu þá höfum við
engan áhuga á kynbótamati
þeirra einstaklinga sem þar eru
metnir (kjötmat) vegna þess að
þeir verða ekki nýttir í ræktunar-
starfínu. Þess í stað er ósk okkar
að nota þessar upplýsingar sem
best til að meta þá einstaklinga
sem eftir lifa í ræktunarstofninum
og það gerum við með slíkum út-
reikningum sem fjallað er um
hér.
Innbyrðis samanburður
Á ÖLLU FÉ Á LANDINU
Þessir útreikningar eiga að
gefa okkur innbyrðis samanburð
á öllu fé í landinu. Þeir gefa
| 48 - Freyr 8/2002