Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2002, Blaðsíða 8

Freyr - 01.09.2002, Blaðsíða 8
Útsýni til suðurs frá hlaðinu á Akri; f.v. Reykjanibba, Skertlufjall, Mjóidalur og Axlaröxl. (Freysmynd). svo vegna riðuveiki árið 1989. Eg man vel eftir fénu fyrir mæði- veikiniðurskurðinn, það var fallegt fé, faðir minn hafði bland- að í það þingeysku fé. Hann fékk hrút sem hann kallaði Norðra frá Stóruvöllum í Bárðar- dal haustið 1913 og fleiri hrúta fékk hann þaðan. En héðan fóru hrútar til Hornafjarðar? Pálmi: Já, Bjami Guðmunds- son, kaupfélagsstjóri á Höfn, fékk tvo hrúta frá föður mínum laust eftir 1930. Afkomendur þeirra komust síðan á sæðingarstöðina á Akureyri. Eg sá þá þar og á öðmm þeirra blasti við sama and- litið og var á gömlu ánum á Akri. Fjárrœktin hér milli fjárskipta? Pálmi: Eftir fyrri niðurskurð- inn fengum við fé af Vestfjörð- um, að mestu úr Nauteyrarhreppi, Snæljallahreppi og Bolungarvík. Þetta var auðvitað mjög misjafnt fé, til helminga kollótt og hymt. Það kollótta var betur byggt, einkum fé frá Múla og Laugabóli í Nauteyrarhreppi, en sumt var mjög gálgalegt. Við reyndum að sjálfsögðu að bæta þetta fé og það urðu nokkr- ar framfarir, einkunn í kollótta fénu. Eg keypti hrút af kyni Olafs Bjömssonar í Holti hér í hreppi, en hann hafði fengið afburða góðan kollóttan hrút frá Sunnudal í Kaldrananeshreppi. Það fór svo að kollótta féð varð mjög vænt, en það lifði varla nokkur ær leng- ur en til þriggja vetra aldurs, sumar drápust afvelta en aðrar í pytti, þær vom þungar og kvið- miklar en mjólkurlagnar. Þá hætti ég við kollótta féð. Ég man að síðasta árið gáfu lömbin und- an kollóttu ánum 19 kg fall að meðaltali. Þau vom léttari undan hymdu ánum en á hinn bóginn vom þær frjósamari. Það urðu fljótt framfarir í hymda stofninum eftir að sæð- ingar hófúst. Fyrstu hrútamir sem ég fékk sætt úr vom að mig minnir Oðinn frá Núpstúni, Dvergur frá Miðfelli og Þokki, ættaður frá Holti í Þistilfirði, allir af þingeyskum stofni. Undan þeim komu fallegar kindur. Sterkasti kynbótahrúturinn sem ég eignaðist á ámnum þar á eftir var án efa Dvergur 90 undan Lítillát í Oddgerishólum. Þeir feðgar fengu báðir 1. heiðurs- verðlaun fyrir afkvæmi sinn í hvomm landshluta. Ég eignaðist þennan hrút þannig að við Sigfús Þorsteinsson, ráðunautur, fúndum hann í sláturlömbum Hallgríms Guðjónssonar bónda í Hvammi í Vatnsdal og var auðsótt að fá hann keyptan. Annar hrútur á svipuðum aldri reyndist mér einnig vel en hann hét Sléttbakur og var sonur Spaks frá Grásíðu í Kelduhverfí. Síðar fékk ég ágæta hrúta und- an Soldáni frá Hesti, Gámi frá Oddgeirshólum og frá Mávahlíð í Fróðárhreppi. Andri sonur Gáms var besti hrúturinn sem ég átti þegar skorið var niður 1989. A þessum árum dreifist fé héð- an um alla sýsluna vestan Blöndu? Pálmi: Já, ég man að á héraðs- sýningu 1974, þar sem vom 30-40 hrútar, vom 16 ýmist synir, dótt- ursynir eða sonarsynir Dvergs, sem áður er nefndur, og hlutu 10 I. heiðursverðlaun, en 6 I. verðlaun A. Efstur stóð Akur Reynis Steingrímssonar mágs míns í Hvammi í Vatnsdal með 92 stig. Það tók svo fyrir þessa dreif- ingu þegar riðan kom til sögunnar. Aukþess fer kynbótafé af þess- um stofni í Vestursýsluna? Pálmi: Já, á héraðsýningu í Vestur-Húnavatnssýslu 1974 skipuðu tveir synir Dvergs og tveir dóttursynir fjögur efstu sæt- in. Að sjálfssögðu vom hrútar héðan til á fleiri bæjum, þ.e.a.s. vestur að vamarlínu við Mið- fjarðarhólf. Eftir að riða hafði | 8 - Freyr 8/2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.