Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2002, Blaðsíða 5

Freyr - 01.09.2002, Blaðsíða 5
Var ekki hér áður blandaður búskapur? Pálmv. Jú, hér var lengi bland- aður búskapur, eins og alls staðar hér í kring. Fyrstu árin eftir að ég var kosinn á þing, 1967, voru tengdaforeldrar mínir hér og tengdafaðir minn sá um ijósið meðan hans naut við. Eftir það sá ég að miklar fjarvistir mínar að heiman hentuðu ekki fyrir bland- aðan búskap og síðan hefúr ein- göngu verið búið hér við sauðfé. Hvenœr komið þið yngra fólkið svo að búinu? Jóhanna: Við vorum hér ráðs- menn þrjá vetur og tvö sumur 1980-1983, áður en við fórum til náms erlendis. Gunnar lærði landbúnaðarhagfræði við Land- búnaðarháskólann í Kaupmanna- höfn en ég handavinnukennslu fyrir framhaldsskóla, líka í Kaup- mannahöfn. Við komum árið 1990 frá námi og fengum þá bæði starf á Hvanneyri, ég við að koma á fót Ullarselinu á staðnum og kenna ullariðn við Bænda- skólann, eins og hann hét þá, og það hef ég gert hingað til, en Gunnar vann hjá Hagþjónustu landbúnaðarins. Frá 1994-1997 var Gunnar ráðunautur hjá Bsb. Suðurlands en ég vann þann tíma mest hjá versluninni Vogue á Sel- fossi. Arið 1997 flytjum við svo hingað að Akri. En þennan tíma er hérfólk sem annast búið? Pálmi: Já, ég hafði fólk héma en sinnti alltaf búinu eftir því sem ég gat frá vori til hausts, en á vetuma yfir þingtímann gat ég lítið sinnt því. Þetta var einfald- ara vegna þess að um hreint Qár- bú var að ræða og þetta heppnað- ist að því leyti vel að ég fékk alltaf gott fólk til starfa. Við horfum hér út á Húnavatn- ið, er ekki töluverð veiði i því? Pálmi: Jú, það er töluverð veiði í því og áður fyrr, í tíð föður míns, var dregið fyrir. Þá kom það fyrir að mjög vel veiddist og móðir mín sagði mér að eitt sinn hefðu fengist 800 silungar á einum degi. Ég man að heita má ekki eftir þessu, en þó rámar mig í að eitt sinn hafí ég horft á dregið fyrir og fen- gust þá sjö eða átta silungar. Þegar ég var unglingur var veitt í lagnet í samræmi við lög um lax- og sil- ungsveiði og var þá yfirleitt talsverð veiði. Nú hefur Veiðifélag Vatnsdals- ár ráð á allri veiði í vatninu, en Vatns- dalsá rennur til sjávar gegnum vatnið. Við höfúm hins vegar greitt Veiðifélaginu fyrir að fá að leggja net í vatnið skam- man tíma á vorin fyrir laxveiðití- mann. Nú er það leyft frá 1. apríl til 10. maí. Þið farið með féð á afrétt á sumrin? Pá/mi: Já, auðvitað byggist fjárbúskapurinn að hluta á því að nota afréttinn. Þegar ég var ung- ur var vetrarbeit nokkuð stunduð og fénu sleppt snemma eins og þá tíðkaðist en síðan færðist þetta í það horf fljótt eftir að ég tók við að það er innistaða á fé allan veturinn. Vetrarbeit hér var að því leyti erflð að það þurfti að reka féð þó nokkum spöl til að komast í haga. Hjónin Jóhanna Pálmadóttir og Gunnar Kristjáns- son á Akri. (Freysmynd). Það var rekið á afrétt fram Svínadal og upp á Auðkúluheiði þó að ekki væri farið langt fram. Ég hygg að það hafi verið 1962 eða ’63 sem við hættum þessum rekstri og síðan hefúr féð verið flutt á bílum á afrétt. Sérðu mun á afréttinni síðan þú sást hana jýrst? Pálmi: Hún er m.a. breytt að því leyti að þar hefur í mörg ár verið stunduð uppgræðsla til þess að leitast við að vega upp á móti því gróðurlendi sem hvarf undir vatn við Blönduvirkjun. Þær breytingar em mestar, sem fylgdu þeim stórframkvæmdum. Að öðru leyti er mikill munur á heið- inni eftir árferði. Hún er mjög Freyr 8/2002 - 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.