Freyr - 01.09.2002, Blaðsíða 45
sýnt að meðal stöðvahrútanna er
ekki afgerandi munur í vænleika
afkvæma. Þetta er ef til vill eðli-
legt vegna þess að hrútamir eru
talsvert valdir með tilliti til þessa
eiginleika og þangað fara ekki til
notkunar hrútar sem hafa sýnt sig
að skila léttum lömbum. Þegar
munur í einkunn er eins hverf-
andi lítill og taflan sýnir þá verð-
ur að sjálfsögðu lítið val á milli
hrúta á gmnni þessarar einkunn-
ar.
Einkunnir hrútanna
HAFA SPÁGILDI
Reynslan sýnir hins vegar að
einkunnir hrútanna sem ærfeður
hafa mjög gott spágildi þannig að
ástæða er til að taka fúllt tillit til
þeirra upplýsinga þegar ættemis-
val ásetningslambanna á sér stað.
A það hefur áður verið bent í
þessum greinum að með því að
bera saman töflur um fjölda
dætra undan eldri hrútunum má
tvímælalaust fá mjög gagnlegar
vísbendingar um endingu dætra
þeirra. Greinilegt er að sjá má þar
vissan mun milli ættstofna þó að
þetta atriði hafí aldrei verið skoð-
að af nákvæmni hjá íslensku
sauðfé.
Eins og ætíð þá skera hrútar
sem erfa Þoku genið sig mikið úr
í einkunn hrútanna sem ærfeður,
sem að sjálfsögðu skýrist af hin-
um miklu áhrifum erfðavísisins á
frjósemi og hefur mjög rækilega
verið staðfestur í fleiri rannsókn-
um. Nú em engir slíkir hrútar í
notkun á stöðvunum en bæði
Fjarki 92-981 og Húnn 92-809,
sem em síðustu hrútar af þessum
ættmeiði á stöðvunum, eiga stóra
hópa af ungum dætrum um allt
land.
Af hrútum úr notkun síðustu
ára, sem eiga orðið mikið af full-
orðnum ám í framleiðslu, þá er
meginhluti þeirra að skila mjög
öflugum dætmm eins og sjá má á
Einkunnir sæðingarhrúta í ágústlok 2002
Hrútar Lömb Dætur
Nafn Númer Fjöldi Eink. Afurðaár Frjósemi Eink.
Kokkur 85-870 2368 103 159 17 114
Oddi 85-922 1039 99 106 9 107
Móri 87-947 745 101 220 6 107
Fóli 88-911 1897 103 288 7 107
Glói 88-927 842 100 100 7 106
Goði 89-928 1864 101 368 17 117
Klettur 89-930 1835 103 480 9 109
Flekkur 89-965 1495 102 471 19 115
Valur 90-934 903 101 163 3 105
Vaskur 90-937 1082 101 193 -12 89
Fóstri 90-943 819 101 118 10 113
Deli 90-944 532 101 119 10 112
Álfur 90-973 409 103 150 -1 98
Þéttir 91-931 1281 101 231 14 113
Gosi 91-945 1323 103 365 7 108
Hnykkur 91-958 2053 101 505 10 110
Gnýr 91-967 560 101 185 8 110
Stikill 91-970 396 98 105 17 118
Dropi 91-975 834 101 244 1 103
Faldur 91-990 693 101 189 12 106
Garpur 92-808 633 100 210 19 115
Húnn 92-809 564 100 116 41 135
Skjanni 92-968 913 102 253 4 106
Fenrir 92-971 743 100 197 14 112
Hörvi 92-972 1669 101 524 7 108
Fjarki 92-981 1133 101 366 51 147
Njörður 92-994 368 100 153 14 117
Bjartur 93-800 1431 102 499 4 102
Héli 93-805 513 101 116 6 106
Njóli 93-826 837 101 322 1 98
Galsi 93-963 1174 100 313 3 103
Sólon 93-977 1045 99 343 4 104
Bútur 93-982 1363 101 422 10 110
Djákni 93-983 1485 101 423 9 109
Glampi 93-984 1104 101 382 11 111
Mjaldur 93-985 2366 103 572 8 108
Moli 93-986 2162 103 1082 3 103
Bylur 94-803 563 102 168 11 107
Jökull 94-804 425 102 62 8 104
Búri 94-806 745 101 113 13 112
Sveppur 94-807 776 101 231 11 112
Peli 94-810 1109 101 235 1 98
Amor 94-814 793 101 190 -1 101
Atrix 94-824 648 101 197 -10 87
Möttull 94-827 460 101 206 8 104
Mjölnir 94-833 846 101 120 11 113
Prúður 94-834 1317 100 165 3 107
Spónn 94-993 572 98 209 0 101
Frami 94-996 515 101 172 0 97
Kúnni 94-997 1002 99 387 8 108
Svaði 94-998 629 101 259 -2 101
Hnoðri 95-801 704 102 261 0 101
Bjálfi 95-802 1659 103 406 2 105
Serkur 95-811 296 103 103 15 116
Mölur 95-812 903 101 179 9 109
Stubbur 95-815 1046 101 354 10 108
Hnykill 95-820 623 101 71 19 116
Freyr 8/2002 - 45 |