Freyr - 01.09.2002, Blaðsíða 23
Frjósemi ánna 2001
190 i
2 w w ^ <
có < >
□ Fædd BTilnytja
Mynd 2. Fjöldi fæddra lamba og til nytja að hausti 2001 i einstökum héruðum.
inga veruleg og er hlutfall þar nú
komið í 88%, nokkuð sem enginn
lét sig dreyma um fyrir áratug að
væri mögulegt að ná. Þá er stað-
an á gamalgrónu svæðum; Snæ-
fellsnesi, Suður-Þingeyjarsýslu
og Austur-Skaftafellssýslu, orðin
feikilega öflug þar sem um %
lilutar fjárstofnsins er skýrslu-
færður. Á svæðum þar sem al-
vöru fjárbúskapur er stundaður er
staðan lökust í Rangárvallasýslu
og Suður-Múlasýslu.
Engin breyting varð á árinu til
betri vegar með að æmar væm
vegnar að vetri. Þó að fé fjölgi
umtalsvert með hveiju ári á
skýrslum stendur fjöldi ánna, sem
vegnar em til að fylgjast á þann
veg með vetrarfóðrun þeirra, nán-
ast í stað eða fækkar þannig að
með hverju árinu verður þetta
lægra hlutfall og er nú komið nið-
ur í rúm 11 %. Ég held margir fjár-
bændur ætti að velta því fyrir sér
hvort þessi búháttaþróun sé að
öllu leyti æskileg. í stómm hluta
fjárhúsa er aðstaða til vigtunar
með ágætum og tækin fyrir hendi,
þannig að hér er um að ræða
vinnu sem er hverfandi í sam-
anburði við það sem áður var. Slík
hópskoðun sem þannig fæst er
tvímælalaust þáttur í að reyna að
tryggja jafiia og góða fóðmn ánna
að vetrinum. I raun ætti þetta því
að vera sjálfgefmn þáttur í gæða-
stýringu rekstrarins, líklega um-
fram margar aðrar skráningar sem
þar hafa verið lagðar til. Æmar,
sem hafa þungaupplýsingar haust
og vor, vom að meðaltali 66,3
(64,9) kg að hausti, sem líklega er
mesti vænleiki sem verið hefur og
fóðmn þeirra er mjög góð því að
að jafhaði þyngjast þær um 10,3
(10,6) kg yfir veturinn.
Frjósemi ánna
Síðustu ár hefúr ekki orðið
mikil breyting á frjósemi ánna í
félögunum. Vorið 2001 vom að
meðaltali fædd 1,82 lömb eftir
hverja fúllorðna á og 1,67 skil-
uðu sér til nytja að hausti. Þetta
er lambinu fleira miðað við 100
ær en árið áður í fæddum lömb-
um en jafnmörg lömb heimtast
og þá. Mest hefúr frjósemin orðið
árið 1995 þegar sambærilegar
tölur vom 1,83 og 1,69, en að
teknu tilliti til þeirrar miklu
aukningar sem orðið hefur á
fjölda áa í félögunum frá þeim
tíma og þess að frjósemi er að
jafnaði talsvert lakari á megin-
hluta þeirra búa sem em að hefja
skýrsluhald en hjá þeim sem em
þar fyrir má fúllyrða að frjósemi
er fremur að aukast.
Frekari greining á Qölda
fæddra lamba sýnir að 5.711 ær
eða 2,91% þeirra voru algeldar,
34.658 ær eða 17,67% voru ein-
lembdar, 145.040 ær eða 73,95%
vom tvílembdar, 10.318 ær áttu
þijú lömb eða 5,26% ánna og að
lokum áttu fjögur lömb eða fleiri
397 ær eða 0,20% ánna.
Á mynd 2 er gefið yfirlit um
frjósemi ánna eftir hémðum.
Þessi mynd er að vonum nokkuð
lík því sem verið hefur á undan-
fomum ámm og munurinn alls
ekki minni á milli svæða en verið
hefur síðustu ár. Að þessu sinni,
eins og alloft áður, þá em æmar í
Strandasýslu frjósamastar en þar
fæðast 1,87 lömb að jafnaði eftir
ána og lambahöld em góð þannig
að til nytja koma 1,76 lömb að
meðaltali, sem er afgerandi besti
árangur í einni sýslu haustið
2001. í Eyjafirði em fædd jafn-
mörg lömb eftir ána en lamba-
höld eru það lakari að til nytja
koma 1,72 lömb að meðaltali eft-
ir ána. Þann sama fjölda lamba
em bændur í Vestur-Húnavatns-
sýslu og Suður-Þingeyjarsýslu að
Hlutfall fleirlembna 2001
^ (n 5 m q to - “ ^ w u . ■ o: '<
Mynd 3. Hlutfall af marglembum í fjárræktarfélögunum vorið 2001 flokkað
eftir héruðum.
Freyr 8/2002 - 23 |