Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2002, Blaðsíða 58

Freyr - 01.09.2002, Blaðsíða 58
Mynd 2. Rannsóknarhópurinn ásamt prófessor Kristínu Völu Ragnarsdóttur í Bristol (til vinstri i fremri röð). Við hlið hennar er Þorkell Jóhannesson, prófessor. Jakob Kristinsson, dósent, er yst til vinstri í aftari röð, Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir er í miðið og yst til hægri í aftari röð er Sigurður Sigurðarson, dýralæknir. Á myndina vantar Jed Barash, sem var í rannsóknarhópnum (sjá mynd 3). sýni úr um það bil 140 2-5 ára gömlum ám, sem allar töldust vera heilbrigðar, á samtals 14 býlum. Býlum var skipt í ljóra flokka, Fyrsti flokkur (flokkur 1): Býli aldrei með riðu eða án riðu í 40 ár eða lengur (3 bæir á Snæfells- Mynd 3. Jed Barash, læknastúdent og Fulbrightstyrkþegi, i sýnatökuieið- angri haustið 2001. nesi og 3 bæir í Svarfaðardal). Annar flokkur (flokkur 2): Býli án riðu í minnst 8-10 ár (3 bæir í Þingvallasveit og Grímsnesi og 2 bæir í Svarfaðardal). Þriðji flokkur (flokkur 3): Býli með grun um riðusýkingu vegna ný- legrar uppkomu riðu á næsta bæ í apríl 2001 (2 bæir í Hrunamanna- hreppi). Fjórði flokkur (flokkur 3a): Býli með riðu, sem greindist þar í janúar 2002 (1 bær í Vatns- dal; sýni einungis tekin í mars 2002). Sjá einnig inynd 1. Sýni voru flest tekin í septem- ber 2001 og svo aftur í mars 2002. Sýni voru þannig tekin í tvennu lagi, þar eð meðganga kann að hafa áhrif á mælinga- gildin og taka verður tillit til þess við heildarmat á niðurstöðum. Samhliða voru svo tekin til málmrannsókna jarðvegssýni, vatnssýni, sýni af grasi eða heyi og ull, svo og sýni af heila tekin í sláturhúsum úr fé frá hlutaðeig- andi býlum þar sem við varð komið. Þessar síðari rannsóknir eru unnar í samvinnu við prófess- or Kristínu Völu Ragnarsdóttur í Bristol í Englandi og verður gerð grein fyrir þeim síðar. Niðurstöður Niðurstöðutölur úr koparákvörð- unum gáfu yfirleitt ekki til kynna að vöntun gæti verið á kopar í íslensku sauðfé. Ákvarðanir á cerúlóplasmíni, sem inniheldur kopar, bentu og eindregið til hins sama. Mangan hefur aldrei verið ákvarðað í blóði í íslensku sauðfé svo að vitað sé. Hlutfallið milli mangans og kopars (mangan/kop- ar) var hæst í ám í fyrstu tveimur flokkunum. Það merkir að kopar var í hlutfallslega meira magni miðað við mangan í ám frá bæjum með grun um riðu eða með riðu en á riðulausu bæjunum, og mælir það sterklega gegn því að kopar- skortur tengist uppkomu riðu. | 58 - Freyr 8/2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.