Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2002, Síða 58

Freyr - 01.09.2002, Síða 58
Mynd 2. Rannsóknarhópurinn ásamt prófessor Kristínu Völu Ragnarsdóttur í Bristol (til vinstri i fremri röð). Við hlið hennar er Þorkell Jóhannesson, prófessor. Jakob Kristinsson, dósent, er yst til vinstri í aftari röð, Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir er í miðið og yst til hægri í aftari röð er Sigurður Sigurðarson, dýralæknir. Á myndina vantar Jed Barash, sem var í rannsóknarhópnum (sjá mynd 3). sýni úr um það bil 140 2-5 ára gömlum ám, sem allar töldust vera heilbrigðar, á samtals 14 býlum. Býlum var skipt í ljóra flokka, Fyrsti flokkur (flokkur 1): Býli aldrei með riðu eða án riðu í 40 ár eða lengur (3 bæir á Snæfells- Mynd 3. Jed Barash, læknastúdent og Fulbrightstyrkþegi, i sýnatökuieið- angri haustið 2001. nesi og 3 bæir í Svarfaðardal). Annar flokkur (flokkur 2): Býli án riðu í minnst 8-10 ár (3 bæir í Þingvallasveit og Grímsnesi og 2 bæir í Svarfaðardal). Þriðji flokkur (flokkur 3): Býli með grun um riðusýkingu vegna ný- legrar uppkomu riðu á næsta bæ í apríl 2001 (2 bæir í Hrunamanna- hreppi). Fjórði flokkur (flokkur 3a): Býli með riðu, sem greindist þar í janúar 2002 (1 bær í Vatns- dal; sýni einungis tekin í mars 2002). Sjá einnig inynd 1. Sýni voru flest tekin í septem- ber 2001 og svo aftur í mars 2002. Sýni voru þannig tekin í tvennu lagi, þar eð meðganga kann að hafa áhrif á mælinga- gildin og taka verður tillit til þess við heildarmat á niðurstöðum. Samhliða voru svo tekin til málmrannsókna jarðvegssýni, vatnssýni, sýni af grasi eða heyi og ull, svo og sýni af heila tekin í sláturhúsum úr fé frá hlutaðeig- andi býlum þar sem við varð komið. Þessar síðari rannsóknir eru unnar í samvinnu við prófess- or Kristínu Völu Ragnarsdóttur í Bristol í Englandi og verður gerð grein fyrir þeim síðar. Niðurstöður Niðurstöðutölur úr koparákvörð- unum gáfu yfirleitt ekki til kynna að vöntun gæti verið á kopar í íslensku sauðfé. Ákvarðanir á cerúlóplasmíni, sem inniheldur kopar, bentu og eindregið til hins sama. Mangan hefur aldrei verið ákvarðað í blóði í íslensku sauðfé svo að vitað sé. Hlutfallið milli mangans og kopars (mangan/kop- ar) var hæst í ám í fyrstu tveimur flokkunum. Það merkir að kopar var í hlutfallslega meira magni miðað við mangan í ám frá bæjum með grun um riðu eða með riðu en á riðulausu bæjunum, og mælir það sterklega gegn því að kopar- skortur tengist uppkomu riðu. | 58 - Freyr 8/2002

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.