Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2002, Blaðsíða 57

Freyr - 01.09.2002, Blaðsíða 57
Mynd 1. Kort af íslandi, sem sýnir útbreiðslu sauðfjárriðu á landinu frá því hún barst til Skagafjarðar með hrút afensku kyni árið 1878 að talið er. Kringum 1950 var riða enn bundin við þrjár sýslur og hluta tveggja annarra sýslna norðanlands (rauðgult). Eftir fjárskipti vegna mæðuveiki um og upp úr 1950 dreifist riða um mestan hluta landsins (blátt). Riða hefur þó aldrei fundist I fjórum sýslum auk Vestmannaeyja (grænt) og heldur ekki á misstórum svæðum í öðrum sýslum. Riða hefur þannig aldrei fundist I meginhluta Norður-Þingeyjarsýslu (grænt). (Tekið eftir ritgerð sem ætluð er til birtingar í erlendu dýralæknatimariti). er hlutverk þessa próteins óljóst eða óþekkt. Við sérstakar aðstæður getur hið eðlilega príonprótein aflagast eða afmyndast þótt efnafræði-leg samsetning þess haldist óbreytt. Við þetta myndast hið sjúklega príonprótein, sem tekur að falla út í taugavefnum og er forsenda príonsjúkdóma. Hið umbreytta príonprótein hættir að taka þátt í efnaskiptum líkamans, safnast smám saman fyrir í vefnum og eyðir honum. Oljóst er hvaða kraftar það eru sem umbreyta hinu eðlilega próteini í sjúklegt príonprótein. Talið er, að erfðir, tilviljunarkenndar genbreytingar eða aðrar breytingar liggi þar að baki. Svo er einnig talið vera um sauðfjárriðu. Ein skýringartilgáta gerir ráð fyrir því að mangan geti hrundið kopar úr hinu eðlilega príonpróteini í kindum og bundist því í staðinn og þar með valdið aflögun próteinsins eða hraðað breytingu eðlilegs príonpróteins í hið sjúklega príonprótein. Það er því hugsanlegt að lítið magn af kopar í umhverfi fjárins og í fóðri og mikið magn af mangan gæti stuðlað að því að sauðfjár- riða komi upp. Ymislegt er á huldu við sjúkdómsferlið og þá ekki síst að sjúkdómseinkennin eru nær alveg bundin við mið- taugakerfið þótt príonpróteinið sé að fínna í langflestum frumum líkamans. Orkunám- oxavarnarensím Orkunám nefnist það lífsnauð- synlega ferli að frumur líkamans vinni eða „nemi” orku úr efnum í fæðunni. Orkunámið er fólgið í því að hvarfa súrefni við fæðu- efnin. Kallast það oxun. Eftir flókinn efhaskiptaferil breytist súrefnið í vatn (felur í sér að súr- efni tekur í sig rafeindir og fær neikvæða hleðslu). Ef eitthvað fer úrskeiðis á þessum ferli er hætta á því að súrefhi geti oxað líkamsvefi og skemmt þá. Til þess að koma í veg fyrir skemmdir af völdum oxunar hef- ur líkaminn ýmis ensím eða líf- hvata sem hraða ummyndun súr- efnis í vatn og vinna jafnframt gegn skemmdum. Kallast þessi ensím einu nafni oxavamarensím. Hið eðlilega príonprótein hefur slíka virkni, en ekki hið sjúklega príonprótein. Önnur oxavamar- ensím, sem hafa nákvæmlega sömu andoxunarvirkni og príon- próteinið, finnast víða í líkaman- um og em einu nafni skammstöf- uð SOD (súperoxíðdismútasar). Þessi ensím innihalda einnig kop- ar. Af öðmm oxavamarensímum má nefna cerúlóplasmín, sem hefur víðtæka oxavamarvirkni í blóði og heila, og glútatíonperox- íðasa, skammstafað GPO. GPO er nátengt SOD að verkunum og þessi ensím era bæði samverk- andi og ómissandi við umbreyt- ingu á súrefni í vatn. Öfugt við eðlilegt príonptrótein, SOD og cerúlóplasmín, inniheldur GPO selen, en ekki kopar. Mæling á virkni GPO í blóði sauðfjár er að öðm jöfnu mælikvarði á magn selens í blóðinu. Kopar, mangan, OXAVARNARENSÍM OG RIÐURANNSÓKNIR Á ÍSLANDI Til þess að rannsaka hugsanleg tengsl riðu við koparskort eða manganofgnótt og truflanir í starfi oxavamarensíma var settur á laggimar sérstakur rannsóknar- hópur (myndir 2 og 3), sem rann- sakaði eða lét rannsaka magn kopars og mangans í blóðinu svo og virkni SOD, cerúló-plasmins og GPO. Alls vom tekin blóð- Freyr 8/2002 - 57 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.