Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2002, Blaðsíða 56

Freyr - 01.09.2002, Blaðsíða 56
Sauðflárrlða - kopar, mangan og oxavarnar- ensím í íslensku sauðfé Inngangur Riða í sauðfé og geitum, oft nefnt einu nafni sauðfjárriða (á ensku: scrapie), er einn svokall- aðra príonsjúkdóma. Þeir leggj- ast á miðtaugakerfí manna og dýra og valda undantekningar- laust hrömun og dauða. Af öðr- um príonsjúkdómum i búfé er íyrst að nefna kúariðu („mad cow disease”), en af príonsjúkdómum í mönnum er Creutzfeldt-Jakobs sjúkdómur þekktastur. A síðustu 10 ámm eða svo hefúr orðið vart nýs afbrigðis af þeim sjúkdómi í Englandi og Frakklandi og ef til vill víðar, sem hugsanlega gæti tengst kúariðu. Þetta afbrigði leggst einkum á ungt fólk. Alz- heimersjúkdómur og Parkinson- sjúkdómur em algengastir hrörn- unarsjúkdóma í miðtaugakerfi manna. Þeir eru ekki smitandi. Príonsjúkdómar em að því leyti sérstakir meðal hrömunarsjúk- dóma í miðtaugakerfi, að þeir geta smitast innan sömu tegundar og stundum milli tegunda. Engar vísbendingar em samt í þá vem að sauðfjárriða geti borist í menn. Sauðfjárriða barst til íslands með hrút af ensku kyni seint á 19. öld, að því best er vitað, og breiddist út um mestan hluta landsins á ámnum 1950-1985 (sjá mynd 1). Viðnámsaðgerðir gegn sauðfjárriðu hófust árið 1978, en vel skipulagðar og ár- angursríkar aðgerðir til að upp- ræta veikina hófust 1986. Þær hafa skilað þeim árangri að út- breiðsla til nýrra svæða hefúr stöðvast. Veikin hefur þannig ekki fundist á nýjum vamarsvæð- um í meira en áratug. Ný riðutil- felli (nýgengi) í fé em nú ein- ungis 1-2 á ári, en þekktir riðu- bæir voru á annað hundrað fyrir hálfúm öðrum áratug. Riðuveiki hefúr ekki verið staðfest í öðmm dýrategundum en sauðfé hér á landi. Smitleiðir em vafalaust fleiri en ein með eða án smitmiðla (til- gáta er um að heymaurar séu smitmiðlar). Enginn veit hve lengi smitefnið endist í jarðvegi, heyi eða í fjárhúsum. Smitefnið í príonsjúkdómum þolir ótrúlega vel áverkun langflestra sótt- hreinsiefna annarra en klórs og klórsambanda. Við útrýmingu riðu verður því að beita róttækum aðferðum áður en nýr fjárstofn er fenginn (förgun á öllu fé, víðtæk þrif, sótthreinsun, fjárlaust tíma- bil o.fl.). Þótt vel hafi gengið í baráttunni gegn riðunni má ætla að hún kraumi undir yfirborðinu hér og hvar og riðutilfellum gæti fjölgað á ný. Nýjar aðferðir til þess að auðvelda greiningu á riðu og segja fýrir um hættu á upp- komu hennar á nýjum stað eða áður sýktum stað eiga því fullan rétt á sér. Þetta sjónarmið var kveikjan að þeim rannsóknum, sem hér segir frá. Aður en lengra er haldið þarf að gera nánari grein fyrir príonum, príonsjúkdó- mum, orkunámi og oxavamar- ensímum. eftir Þorkel Jóhannesson, Rannsókna- stofú í lyfja- og eiturfræði og Sigurð Sigurðarson, Tilrauna- stöðinni að Keldum, Háskóla íslands Eðlilegt príonprótein - SjÚKLEGT PRÍONPRÓTEIN. - Koparskortur í líkama manna og dýra er eðlilegt prótein (eggjahvítuefni), sem bundið er frumuhimnum í nær öllum vefjum, en er mjög áberandi rnikið í taugavef. Pró- tein þetta kallast príon, príon-pró- tein eða eðlilegt príonprótein. Príonpróteinið inniheldur kopar og vísbendingar eru í þá vem að það sé nauðsynlegt til þess að binda kopar í miðtaugakerfínu og þannig vama skaðsemi af völdum kopars. Kopar og koparsambönd geta hæglega verið eitmð þótt örlítið af kopar sé líkamanum lífsnauðsyn. Príonpróteinið er jafnframt lífhvati eða ensím sem stuðlar að hvörfún súrefnis í vatn (sjá á eftir). Ennfremur hafa sumir talið að það tengdist dæg- ursveiflu líkamans. Að öðm leyti | 56 - Freyr 8/2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.