Freyr

Volume

Freyr - 01.09.2002, Page 5

Freyr - 01.09.2002, Page 5
Var ekki hér áður blandaður búskapur? Pálmv. Jú, hér var lengi bland- aður búskapur, eins og alls staðar hér í kring. Fyrstu árin eftir að ég var kosinn á þing, 1967, voru tengdaforeldrar mínir hér og tengdafaðir minn sá um ijósið meðan hans naut við. Eftir það sá ég að miklar fjarvistir mínar að heiman hentuðu ekki fyrir bland- aðan búskap og síðan hefúr ein- göngu verið búið hér við sauðfé. Hvenœr komið þið yngra fólkið svo að búinu? Jóhanna: Við vorum hér ráðs- menn þrjá vetur og tvö sumur 1980-1983, áður en við fórum til náms erlendis. Gunnar lærði landbúnaðarhagfræði við Land- búnaðarháskólann í Kaupmanna- höfn en ég handavinnukennslu fyrir framhaldsskóla, líka í Kaup- mannahöfn. Við komum árið 1990 frá námi og fengum þá bæði starf á Hvanneyri, ég við að koma á fót Ullarselinu á staðnum og kenna ullariðn við Bænda- skólann, eins og hann hét þá, og það hef ég gert hingað til, en Gunnar vann hjá Hagþjónustu landbúnaðarins. Frá 1994-1997 var Gunnar ráðunautur hjá Bsb. Suðurlands en ég vann þann tíma mest hjá versluninni Vogue á Sel- fossi. Arið 1997 flytjum við svo hingað að Akri. En þennan tíma er hérfólk sem annast búið? Pálmi: Já, ég hafði fólk héma en sinnti alltaf búinu eftir því sem ég gat frá vori til hausts, en á vetuma yfir þingtímann gat ég lítið sinnt því. Þetta var einfald- ara vegna þess að um hreint Qár- bú var að ræða og þetta heppnað- ist að því leyti vel að ég fékk alltaf gott fólk til starfa. Við horfum hér út á Húnavatn- ið, er ekki töluverð veiði i því? Pálmi: Jú, það er töluverð veiði í því og áður fyrr, í tíð föður míns, var dregið fyrir. Þá kom það fyrir að mjög vel veiddist og móðir mín sagði mér að eitt sinn hefðu fengist 800 silungar á einum degi. Ég man að heita má ekki eftir þessu, en þó rámar mig í að eitt sinn hafí ég horft á dregið fyrir og fen- gust þá sjö eða átta silungar. Þegar ég var unglingur var veitt í lagnet í samræmi við lög um lax- og sil- ungsveiði og var þá yfirleitt talsverð veiði. Nú hefur Veiðifélag Vatnsdals- ár ráð á allri veiði í vatninu, en Vatns- dalsá rennur til sjávar gegnum vatnið. Við höfúm hins vegar greitt Veiðifélaginu fyrir að fá að leggja net í vatnið skam- man tíma á vorin fyrir laxveiðití- mann. Nú er það leyft frá 1. apríl til 10. maí. Þið farið með féð á afrétt á sumrin? Pá/mi: Já, auðvitað byggist fjárbúskapurinn að hluta á því að nota afréttinn. Þegar ég var ung- ur var vetrarbeit nokkuð stunduð og fénu sleppt snemma eins og þá tíðkaðist en síðan færðist þetta í það horf fljótt eftir að ég tók við að það er innistaða á fé allan veturinn. Vetrarbeit hér var að því leyti erflð að það þurfti að reka féð þó nokkum spöl til að komast í haga. Hjónin Jóhanna Pálmadóttir og Gunnar Kristjáns- son á Akri. (Freysmynd). Það var rekið á afrétt fram Svínadal og upp á Auðkúluheiði þó að ekki væri farið langt fram. Ég hygg að það hafi verið 1962 eða ’63 sem við hættum þessum rekstri og síðan hefúr féð verið flutt á bílum á afrétt. Sérðu mun á afréttinni síðan þú sást hana jýrst? Pálmi: Hún er m.a. breytt að því leyti að þar hefur í mörg ár verið stunduð uppgræðsla til þess að leitast við að vega upp á móti því gróðurlendi sem hvarf undir vatn við Blönduvirkjun. Þær breytingar em mestar, sem fylgdu þeim stórframkvæmdum. Að öðru leyti er mikill munur á heið- inni eftir árferði. Hún er mjög Freyr 8/2002 - 5

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.