Freyr - 01.09.2002, Page 8
Útsýni til suðurs frá hlaðinu á Akri; f.v. Reykjanibba, Skertlufjall, Mjóidalur og
Axlaröxl. (Freysmynd).
svo vegna riðuveiki árið 1989.
Eg man vel eftir fénu fyrir mæði-
veikiniðurskurðinn, það var
fallegt fé, faðir minn hafði bland-
að í það þingeysku fé. Hann
fékk hrút sem hann kallaði
Norðra frá Stóruvöllum í Bárðar-
dal haustið 1913 og fleiri hrúta
fékk hann þaðan.
En héðan fóru hrútar til
Hornafjarðar?
Pálmi: Já, Bjami Guðmunds-
son, kaupfélagsstjóri á Höfn, fékk
tvo hrúta frá föður mínum laust
eftir 1930. Afkomendur þeirra
komust síðan á sæðingarstöðina á
Akureyri. Eg sá þá þar og á
öðmm þeirra blasti við sama and-
litið og var á gömlu ánum á Akri.
Fjárrœktin hér milli fjárskipta?
Pálmi: Eftir fyrri niðurskurð-
inn fengum við fé af Vestfjörð-
um, að mestu úr Nauteyrarhreppi,
Snæljallahreppi og Bolungarvík.
Þetta var auðvitað mjög misjafnt
fé, til helminga kollótt og hymt.
Það kollótta var betur byggt,
einkum fé frá Múla og Laugabóli
í Nauteyrarhreppi, en sumt var
mjög gálgalegt.
Við reyndum að sjálfsögðu að
bæta þetta fé og það urðu nokkr-
ar framfarir, einkunn í kollótta
fénu. Eg keypti hrút af kyni Olafs
Bjömssonar í Holti hér í hreppi,
en hann hafði fengið afburða
góðan kollóttan hrút frá Sunnudal
í Kaldrananeshreppi. Það fór svo
að kollótta féð varð mjög vænt,
en það lifði varla nokkur ær leng-
ur en til þriggja vetra aldurs,
sumar drápust afvelta en aðrar í
pytti, þær vom þungar og kvið-
miklar en mjólkurlagnar. Þá
hætti ég við kollótta féð. Ég man
að síðasta árið gáfu lömbin und-
an kollóttu ánum 19 kg fall að
meðaltali. Þau vom léttari undan
hymdu ánum en á hinn bóginn
vom þær frjósamari.
Það urðu fljótt framfarir í
hymda stofninum eftir að sæð-
ingar hófúst. Fyrstu hrútamir sem
ég fékk sætt úr vom að mig
minnir Oðinn frá Núpstúni,
Dvergur frá Miðfelli og Þokki,
ættaður frá Holti í Þistilfirði, allir
af þingeyskum stofni. Undan
þeim komu fallegar kindur.
Sterkasti kynbótahrúturinn sem
ég eignaðist á ámnum þar á eftir
var án efa Dvergur 90 undan
Lítillát í Oddgerishólum. Þeir
feðgar fengu báðir 1. heiðurs-
verðlaun fyrir afkvæmi sinn í
hvomm landshluta. Ég eignaðist
þennan hrút þannig að við Sigfús
Þorsteinsson, ráðunautur, fúndum
hann í sláturlömbum Hallgríms
Guðjónssonar bónda í Hvammi í
Vatnsdal og var auðsótt að fá
hann keyptan. Annar hrútur á
svipuðum aldri reyndist mér
einnig vel en hann hét Sléttbakur
og var sonur Spaks frá Grásíðu í
Kelduhverfí.
Síðar fékk ég ágæta hrúta und-
an Soldáni frá Hesti, Gámi frá
Oddgeirshólum og frá Mávahlíð í
Fróðárhreppi. Andri sonur Gáms
var besti hrúturinn sem ég átti
þegar skorið var niður 1989.
A þessum árum dreifist fé héð-
an um alla sýsluna vestan
Blöndu?
Pálmi: Já, ég man að á héraðs-
sýningu 1974, þar sem vom 30-40
hrútar, vom 16 ýmist synir, dótt-
ursynir eða sonarsynir Dvergs,
sem áður er nefndur, og hlutu 10
I. heiðursverðlaun, en 6 I.
verðlaun A. Efstur stóð Akur
Reynis Steingrímssonar mágs
míns í Hvammi í Vatnsdal með 92
stig. Það tók svo fyrir þessa dreif-
ingu þegar riðan kom til sögunnar.
Aukþess fer kynbótafé af þess-
um stofni í Vestursýsluna?
Pálmi: Já, á héraðsýningu í
Vestur-Húnavatnssýslu 1974
skipuðu tveir synir Dvergs og
tveir dóttursynir fjögur efstu sæt-
in. Að sjálfssögðu vom hrútar
héðan til á fleiri bæjum, þ.e.a.s.
vestur að vamarlínu við Mið-
fjarðarhólf. Eftir að riða hafði
| 8 - Freyr 8/2002