Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1959, Qupperneq 13

Skátablaðið - 01.12.1959, Qupperneq 13
JÓLASAGA eítir Ottar JCarlsrtid Bylurinn YVINDUR á Bakkabæ ýtti prjónahúfunni aftur á linakka og horfði gagnrýninn á svip á göturnar, sem hann hafði mokað í snjóinn og lágu frá íbúðarhúsinu til fjóssins, liesthússins, skemmunnar og auðvitað líka til litla húss- ins með hjartanu í hurðinni. Svo þurrkaði liann sér um ennið með vettlingnum. Já, ]já var þessu aflokið, en ekki hélt hann, að það kæmi að miklu gagni, himininn hvolfd- ist grár og þungbúinn yfir dalnum, og allt útlit var fyrir öskubyl. En í kvöld var þó einu sinni jólakvöldið og því var engin furða að pabbi vildi hafa snyrtilegt kringum bæinn, enda þótt veður- útlitið benti helzt til þess, að allt verkið væri unnið fyrir gýg. Og auk þess hafði afi gamli klórað sér í lærinu og sagt, „hann gengur yfir með snjó í kvöld,“ og hefði afi sagt það, þá mátti ganga að því sem vísu, að snjórinn myndi fara að sáldrast niður eins og eftir skipun, jafnt fyrir það þótt loftvogin hefði ef til vill spáð sólskini og ágætu veðri... Eyvindur gekk burtu og setti skófluna á sinn stað í geymslunni. Síðan gekk hann þvert yfir hlaðið með hendurnar vandlega faldar í buxnavösunum. Vegurinn heiman frá bænum var aðeins markaður af tveimur sleðasporum. Þau voru eftir Símon í Koti, sem hafði einmitt verið að sækja heyhlass heim að Bakkabæ. Eyvindur stóð kyrr um stund, djúpt sokk- inn niður í hugsanir sínar. Hann hafði ágætt útsýni, því að Bakkabær lá ofan til í dalshlíðinni og þaðan blasti dalurinn allur við. Niðri á dalbotninum rann áin og héð- an frá séð leit hún út eins og breiður grár borði. Frá öllum reykháfunum stigu reykjarsúlur upp í loftið og Eyvindur hugs- aði með sér, að þau þarna niðurfrá hefðu líklega sitthvað að snúast við undirbúning- inn fyrir kvöldið. Hvað átti hann nú að taka sér fyrir hend- ur? Inn gat hann ekki farið, því að þar voru mamma og Marit, vinnukonan, önnum kafnar við að steikja og elda, og honum hafði verið stranglega bannað að vera fyrir. Skyldi Eiríkur vera lieima? Hann var kannski ekki búinn að bera inn eldiviðinn ennþá. Allt í einu rétti Eyvindur úr sínum litla og þéttvaxna líkama. Svei mér þá, ef það var ekki einhver að koma á skíðurn yfir túnið að Neðra-Túni. Já, svo sannarlega, það var Eiríkur og hann stefndi heim að Bakkabæ. Þegar Eiríkur nálgaðist Eyvind, heitur og móður eftir brekkuna, spýtti Eyvindur hraustlega um tönn. „Svo þú ert úti að viðra þig,“ sagði hann. „Hvert er ferðinni heitið?" Jú, Eiríkur hafði látið sér detta í hug að skreppa upp á heiðina og líta eftir snörun- um, sem þeir höfðu sett upp nokkrum dög- um áður. Það var lífsins ómögulegt að vera heima, því að hvergi var hægt að vera án þess að flækjast fyrir einhverjum. Og þar sem hann langaði ekki beinh'nis til að leggj- SKÁTABLAÐIÐ 71
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.