Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1959, Blaðsíða 19

Skátablaðið - 01.12.1959, Blaðsíða 19
dalshnúkur er 6952 fet). Þetta mun vera stærsti útilegustaður í heiminum. Hann er opinn frá 20. júní til 31. ágúst, og koma þangað á hverju sumri um 13000 skátar alls staðar að úr Bandaríkjunum, ásamt nokkr- um útlendingum. Útilegurnar eru þannig, að farið er ann- að hvort um suður eða norður hlutann, því það tæki svo langan tíma að fara um allt landið. Við völdum norður hlutann og vor- um í 11 daga og gengum 70—80 km í fimm áföngum. Víðs vegar um landið eru skálar, þar sem flokkarnir fá mat og annað sem þeir þurfa með. Þarna rignir yfirleitt alltaf milli kl. 2 og 3 á daginn og er sagt, að þeir sem eru í Philmont stilli klukkuna sína eftir rign- ingunni. Hitinn var alltaf 32—36° á C á daginn. Þann 14. lögðum við af stað. Við fórurn fyrst með bíl frá aðalstöðvunum til staðar sem heitir Ponil og vorum við þar tvær næt- ur. Strax þennan dag fékk ég að kynnast eldamennsku þeirra og mat. Þeir elda allt á opnurn eldstæðum og brenna trjágreinum, sem nóg er af þarna, en prímusa þekkja þeir ekki. Allur matur, sem við notuðum var þurrkaður og geymdur í plastpokum. Þegar þetta var hitað upp í vatni varð úr þessu bezti matur, alveg sem úr nýju væri. Við borðuðum mikið af alls kyns ávöxtum og kökum, sem við bökuðum í þar til gerð- um pottum. Morguninn eftir fórum við í reiðtúr um nágrennið, og var það í fyrsta sinn sem sum- ir þeirra komu á hestbak. Við vorum nú ekki neitt sérstaklega virðulegir fyrst eftir að við stigum af baki, því hestarnir voru að mínum dómi mjög hastir. Þann 16. byrjuðum við að ganga. Við höfðum asna til að bera tjöld okkar og svefnpoka, og mat fyrir daginn. Asnarnir gátu tekið upp á því að stoppa allt í einu / Philmont. án nokkurrar ástæðu. Þá var farið að ýta og toga í þá en ekkert duggði, þeir fóru ekki af stað fyrr en þeir vildu sjálfir. Þenn- an dag gengum við til staðar, sem heitir Indian Writings, og vorum við Jsar í tvær nætur. Þarna eru ýmsar minjar eftir Indí- ána. Daginn eltir flutti fornleifafræðing- ur, sem þarna var og vann að uppgreftri, fyrirlestur um sögu Indíánanna í dalnum. Hann fór líka með okkur um nágrennið og sýndi okkur ýmis merki og myndir, sem Jjeir höfðu gert í klettana. Einnig sáum við grunna af Indíánahúsum, gralir, beina- grindur, örvarodda og fleira. Vatnið Jrarna og á fleiri stöðum var varla drekkandi og var af öryggisástæðum sett út í það sótt- hreinsandi efni. Næstu þrjá daga var geng- ið frá einum áfangastaðnum til annars og gert sér ýmislegt til skemmtunar. Að síðustu komum við til Cimmorineita, en það var síðasti áfangastaðurinn. Þar vor- um við í fjóra daga. Fyrsta og annan dag- inn vorum við aðallega að skjóta af riffl- um, leika okkur á hestum og ganga um ná- grennið. Þriðja daginn fórum við að skoða gamla gullnámu, en Jrar fannst gull síðast árið 1958, en við fundum Jjví miður ekkert. Margar kvikmyndir um gullgrafara hafa SKÁTABLAÐIO 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.