Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1959, Page 48

Skátablaðið - 01.12.1959, Page 48
„Ég gat ekki komizt fyrr.“ ,.Það gátu allir hinir, líka Johnny, sem er að vinna til hálf tvö. Og þú átt stytzt að fara af þeim öllum.“ Hann leit upp að hvíta húsinu, sem sjó- liðsforinginn, faðir Conways, bjó í með fjölskyldu sína. Það var vegna starfs síns, sem Harcourt hafði flutzt hingað og Con- way með honum. „En hvers vegna liggur svona á?“ spurði Conway. „Hálftími til eða frá getur þó ekki skipt neinu máli.“ „Nei, það skiptir líklega ekki neinu máli,“ sagði Tom, sem nú var orðinn nokk- uð gramur. „Það þýðir aðeins, að þú lætur flokkinn þinn bíða í bátnum í hálftíma eftir að þeir eru tilbúnir, og þegar þið komið út að vitaskipinu, þá getið þið að- eins stanzað þar örfáar mínútur." „Skiptir þá nokkru máli, hvenær við kom- um þangað og hvenær við komum aftur?“ Tom andvarpaði, og minntist þess, að Con var algjörlega ókunnugur öllum stað- háttum þarna. Þess vegna hóf hann nú að útskýra hlutina nánar en hann hefði ann- ars gert, eins gramur og hann var orðinn út af framkomu flokksforingjans. „Það skiptir máli, vegna þess að í dag stendur svo á, að það er lágfjarað. Eins og stendur er stytzta leiðin út að vitaskipinu gegn um skurðinn, sem liggur gegn um grynningarnar, og sparar ykkur tíu mílna krók, en um fimm leitið verður fjarað út úr honum. Þá gætir þú ekki einu sinni látið korktappa fljóta gegn um hann, hvað þá bátinn ykkar, svo að það gæti kostað ykkur margra klukkutíma töf, því það flæðir mjög seint inn í skurðinn aftur. Núna vona ég, að þú skiljir þetta.“ Con svaraði ekki, svo að Tom sneri sér frá honurn. „Þú ættir að fara að koma þér af stað og eyða ekki meiri tíma.“ Con horfði með ísköldu augnaráði á eftir sveitarforingjanum, sem gekk burtu, og gekk síðan hægt og silalega yfir þilfarið og stökk niður í bátinn. „Reiðubúnir til brottferðar," tilkynnti Johnny. „Eruð þið það?“ sagði Con með tón, sem kom roða til að hlaupa fram í kinnar hins samvizkusama Johnny. „Ég held, að við ætt- um að líta aftur yfir bátinn, svo að við getum verið alveg öruggir urn að allt sé í lagi.“ Skátarnir litu hver á annan ráðlausir, og Nipper Wilson, hinn yngsti og minnsti í hópnum, brosti uppörvandi til Johnny’s, sem var ágætur vinur hans. Flokkurinn var fyrir löngu búinn að fá nóg af foringjanum og starfsaðferðum hans, en þótt hann yrði greinilega var við álit þeirra, þá lét hann það ekkert á sig fá. Hann yfirfór útbúnað- inn vandlega, athugaði, hvort allar vörurn- ar fyrir vitaskipið væru um borð, leit eftir útbúnaði bátsins og kákaði að síðustu eitt- hvað við utanborðsmótorinn. Hann var svo lengi að þessu, að Nipper, sem bætti upp lítinn líkamsvöxt sinn með miklu hugrekki, fannst ekki mega við svo búið standa. „Segðu mér eitt, Con, er ætlunin að kom- ast af stað fyrir kvöldið eða ekki?“ sagði hann. „Við förum af stað, þegar ég er orðinn ánægður," svaraði Con kuldalega. Tom hallaði sér fram á borðstokk skips- ins og kallaði: „Eruð þið ekki að fara?“ Johnny hristi höfuðið alvarlegur í bragði, en Nipper lagðist endilangur á eina þóftuna og lét eins og hann væri farinn að sofa. Con leit upp frá vélinni. „Ég er aðeins að ganga úr skugga um að allt sé í lagi,“ svaraði hann. „Ég vil ekki fara af stað, fyrr en ég hef vissu um að báturinn sé sjóhæfur.“ 106 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.