Skátablaðið - 01.02.1983, Side 22

Skátablaðið - 01.02.1983, Side 22
Unglingar og athafnir Aðstandendur þessa blaðs komu að máli við mig og óskuðu eftir grein um dróttskáta. Eg hef um margra ára bil ritað í skátablöð og á námskeiðum viðrað hug- myndir mínar þar um, og því taldi ég að lítið nýnæmi þætti að skrif- um frá mér. Baden Powell hafði lengi verið fjarverandi frá heimalandi sínu, en upp úr aldamótum snéri hann heim til Englands. Þegar þangað var komið, blasti við honum ófögur sjón. Unglingar landsins voru í reyðileysi á götum úti, fengu ekki inni í skólum, né heldur vinnu. Út- rás fengu þeir helst með strákapör- um ýmsum. Úr þessu vildi hann bæta og því hóf hann að móta hópa sem vildu, undir góðri leiðsögn, beina útrás sinni inn á heilbrigðari brautir. Þetta varð upphaf skáta- starfsins. Eftir öll þessi ár ættum við að líta á unglinga okkar þjóðfélags og sjá á hvaða leið þeir eru. Hefðu æsku- lýðshreyfingar staðið fyrir sínu hlut- verki, mundi upplausn meðal ungl- — eftir Bjöm Finnsson inganna, tæplega vera eins og nú er. Auðvitað koma hér líka við sögu hinar öru breytingar á lífsháttum með tækni og auknum kröfum. Nú er aftur komið að okkur að hjálpa unglingunum til að eyða tíma sínum á skynsamlegri og heilbrigð- an hátt. Og þar megum við ekki bregðast. Við skulum kanna vel að- stæður í þ jóðfélaginu og tæknina, og móta eftir því. Við skulum líka nýta þann áhuga sem er á líkamsþjálfun í ýmsu formi. Nú vakna ýmsar spurn- ingar, finnið þið sjálf svörin, ég er að prófa mín. Þó vil ég benda á örfáa hluti sem gætu að gagni komið. Bíl- ar, vélhjól, hjól, skíði, hestar, bátar af ýmsum gerðum, sigbúnaður, video og hljómtæki ásamt gömlu góðu fótunum, geta boðið upp á ýmsa hluti. Dæmi: Dagferðir, lengriferðir, svo og stað- bundna vinnu. Skipulagsfundi, fræðslu í myndformi (video), sýni- kennslu, umhyggjufyrir landi og lífi, mannleg samskipti. Þá kemur að skipulagi starfsins. Við skulum-eigum að bjóða ungl- ingum að koma til starfa með okkur þó þeir hafi ekki áður verið félagar í hreyfingunni. Og fyrir þá eigum við að útbúa lítinn upplýsingabækling sem inniheldur það sem þeir þurfa að læra og vita, án stórfellds bók- náms (af því er nóg í skólum). Síð- an, það fer eftir stærð hópsins, skiptum við honum í ákveðnar starfseiningar fyrir hvert starfstíma- bil. Einnig væri gott að ákveða minnst eina stóra ferða á hverju ári og lokatakmark sveitarinnar sem dróttskáta, sem framkvæmt yrði að loknu þriggja ára starfi. Verði þessu starfi lokið með sóma, skal veita þeim er áhuga hafa á, forsetamerk- ið, sem viðurkenningu fyrir vel unn- in störf. Á hverju tímabili skal hug- að að því, að hver starfshópur hafi næg verkefni til undirbúnings en

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.