Skátablaðið


Skátablaðið - 01.02.1983, Qupperneq 37

Skátablaðið - 01.02.1983, Qupperneq 37
„Ég er sprunginn“ Sunnudaginn 17. október var mættur í Dallas (skátaheimilið) hópur nýliða sem í sínum höndum höfðu framkvæmd keppninnar og tímavörslu. Auk þeirra voru mættir 12 áhugasamir keppendur sem upp- fylltu keppnisskilyrðin, þ.e. aðvera félagar í HSV, ganga á gönguskóm og vera með 10 kg á bakinu. Eftir að pokamir höfðu verið vegnir með nýju vigtinni, sem „Silfur skafar- inn“ kom með, gat keppnin hafist. Mönnum var raðað í rásraðir og skyldu þeir sem síðastir komu í mark í fyrra fara fyrstir nú. Fyrstur fór St. Gull og síðan hver af öðrum og síðastir komu ,,snikkarinn“ og ,,bóndinn“. Ekki hafði snikkarinn gengið nema hálfa leiða á Blátind að ég heyri sagt fyrir aftan mig ,,sælir“ og ,,sjáumst“. ,,Nú jæja það er al- deilis að það á að sprengja sig á fyrsta pósti,“ mér var hugsað að best væri nú að fara sér engu óðs- lega, ég ætti ábyggilega eftir að sjá hann síðar á leiðinni með tunguna niður á bringu og heyra hann stynja upp ,ég er spmnginn.” Þessar hug- renningar mínar gáfu mér aukinn þrótt og innst inni var hvíslað að mér að ég ætti nú ekki að fara að gera neinar rósir, bara fara rólega en þó ákveðið. Og áfram var haldið. „Te að enskum sið“ Þegar á Blátind var komið var sá fyrsti sprunginn en ekki var það bóndinn. Ég tilkynnti komumína og hélt í átt að stóra Klifi án þess þó að sjá til bóndans. í síðustu sporunum á Klifið kom ,,Ávaxtaætan“ á hlaupum niður og sagðist vera búinn að borða 1 kg af eplum en það hefði lítið bætt heilsuna. Þegar tilkynn- ingarskyldunni á Klifi hafði verið fullnægt var skenkt á tei að enskum sið og endumærður hljóp ég niður af Klifi og gekk rösklega austur á Skans en ekki sást bóndinn. Fóru nú að renna á mig tvær grímur og ætla mátti að hann hefði hlaupið alla leið. En það þýddi víst lítið að hugsa um það og áfram var haldið. Þegar að Eldfelli var komið var bóndinn okkar í hraðri framsókn á Helga- felh, Silfurskafarinn á leið niður af Eldfelli og stuttu seinna tilkynnti ég mig hjá tímaverði. Niður Eldfell og upp á Helgafell fór ég og þegar þangað var komið beið mín glað- beitt snót sem bauð upp á kaffi með- an tíminn var skráður. Ekki þáði ég kaffið enda hafði maður með sér þarfir í þeim efnum. Af HelgafelU sá ég Silfurskafar- ann á túnunum sunnanundir Helga- feUi og gekk hann æði rösklega og greinilegt var að endasprettinn ætti að ganga með hraði. Hvarf nú Silfurskafarinn bak við hæð sem lá niður að flugbraut, næst þegar ég sá hann gat ég helst ímyndað mér að maðurinn hefði nauðlent á flug- brautinni, svo aumt var ástandið. Hafði hann rekið tánna í stein og dottið en staulaðist þó áfram og skildu leiðir okkar við girðinguna sem umlykur flugvöllinn. „Þátttakendur rigndi niður" Sporin á SnæfeU voru þung en á toppinn komst ég, tilkynnti mig og þá var gangan niður eftir og þaðan að Dallas. Ekkert sást til Daða bónda og þegar í mark var komið var mér tilkynnt að Daði hefði farið leiðina á 1 klst. og 59 mín. (Síðasti maður kom í mark á 3.35 og hafði hann þá bætt tíma sinn umca.2 klst. miðað við keppnina í fyrra). Daði fékk því bikarinn til varðveislu ann- að árið í röð sem ,,besti göngumað- ur HSV 1982“ og var honum afhent- ur bikarinn, til varðveislu í eitt ár, á myndakvöldi HSV sem haldið var í byrjun nóvember. Af þeim 12 þátt- takendum sem hófu keppni komu 8 í mark og óhætt er að segja að þá sem ekki luku keppni hafi rignt niður því önnur eins rigning og var þennan dag hefur ekki komið það sem af er árinu. Hafa menn nú á orði að þegar næst verður gengið þurfi að æfa sig svona viku fyrir keppni og þá helst í myrkri!!! SKÁTABLAÐIÐ 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.