Skátablaðið - 01.02.1983, Síða 50

Skátablaðið - 01.02.1983, Síða 50
,, SKATAHREYFINGIN ER FRIÐARHREYFING" Forseti íslands, skátahöfðingi, skátasystkin. Hljóðs bið ég alla Kveð ég drótt til dáða kveð ég drótt til sæmda mannval til merkja. í dag fyrsta vetrardag höfum við skátar enn einu sinni safnast saman hér á Bessastöðum til að heiðra þá dróttskáta sem sýnt hafa bestan árangur í starfi. Starf dróttskátans helgast af því að vera til þjónustu reiðubúnir. Margir þeirra hjálpa til í hinu al- menna skátastarfi sem foringjar, en aðrir starfa við hin ýmsu tilfallandi störf hjá félögum sínum. Dróttskátastarfið getur því oft verið mjög skemmtilegt en einnig mjög þreytandi. Maðurinn lifir ekki á brauði einu saman, segir mál- tækið. A sama hátt vil ég segja mað- ur lifir ekki af vinnunni einni saman. Þó maður skapi með henni efnaleg gæði, þá má maður ekki gleyma and- legu hliðinni. Það er staðreynd sem ekki verður haggað að kapphlaupið um lífsgæð- in setur mark á margan manninn. Menn vilja gleyma því að tími til tómstunda þarf að vera fyrir hendi. En tómstundastarfið er jafn nauð- synlegt og vinnan, sannleikurinn þarf ekki tvöföld vitnanna við. Skátastarfið býður upp á marga möguleika, útilíf tjaldbúðastörf, hjálp í viðlögum, kynningu á ýmsum þáttum sem skipta máli í daglegu lífi og starfi. Oft höfum við skátar sagt að skátalíf sé þjóðh'f og passar það — Ræða Sveins Guðmunds- sonar við afhendingu For- setamerksins ágætlega. Það sem skátinn gerir í starfinu einkennir hann ekkert sér- staklega frá öðrum. Ef við vitnum í skátaheitið, þar segir: Ég lofa að gera það sem í mínu valdi stendur til þess að gera skyldu mína við guð og ættjörðina, að hjálpa öðmm og að halda skátalögin. í skátaheitinu kemur fram hjálp- semi og að halda skátalögin. Skáta- lögin innihalda reglur um að stunda það sem fagurt og gott þykir. En við getum ekki eignað okkur slíkar regl- ur einungis í skátastarfinu. Þess vegna eigum við eins og ráð er gert fyrir að beina boðskapnum um frið og bræðralag til manna um allan heim. Þess vegna er skátinn friðar- ins maður og skátahreyfingin friðar- hreyfing. Þessir krakkar sem eru hér saman komin eiga það öll sameiginlegt að hafa sýnt mjög góðan árangur í starfi. Með smitandi áhuga sínum hafa þau verið öðmm gangandi hvatning öðrum dróttskátum til fyr- irmyndar. En kæru dróttskátar starfi ykkar er ekki lokið, þó svo að þessu tak- marki hafi verið náð. Nú byrjar starfið fyrst fyrir alvöru, því að ein- mitt nú þarfnast skátahreyfingin ykkar mest. Það sem að hefur háð hreyfing- unni undanfarin ár er að það hefur vantað krakka á ykkar aldri með beljandi áhuga til að taka að sér ýmis störf fyrir félögin. Krakka sem eru tilbúin til að fóma smáhluta af sjálfum sér til allra htlu skátanna sem eiga eftir að reyna að ná þeim áfanga sem að þið hafið náð hér í dag. Gefið því hluta af sjálfum ykk- ur, kveikið neista sem verður að báli. Við óskum ykkur hjartanlega til hamingju með forsetamerkið, tákn margra ára vinnu í tómstundum, jafnt í gleði sem alvöru. Og að lokum! Synir og dætur. Fegurðin er hfið, þegar lífið tekur blæjuna frá helgu andliti sínu. En þið emð lífið og þið eruð blæjan. Fergurðin er eih'fð, sem horfir á sjálfan sig í spegli. En þið eruð eilífðin og þið emð spegillinn. 50 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.