Skátablaðið


Skátablaðið - 01.02.1985, Qupperneq 5

Skátablaðið - 01.02.1985, Qupperneq 5
Eggert Lárusson við nýja neyðarskýlið NEYÐARSKÝLI Á HELLISHEIÐI í lok janúar var tekið í notkun neyðarskýli LHS á Hellisheiði. Það stendur á háheiðinni, miðja vegu milli Skíðaskálans í Hver- adölum og Kambabrúnar. Pað er staðsett við þjóð- veginn hjá vörðuðu leið- inni upp að skátaskálanum á Heiðinni. Önnur vörðuð leið er frá skýlinu og liggur hún að Kolviðarhóli. í skýlinu eru teppi og kol til að kynda upp og innan skamms verður komið fyrir annaðhvort talstöð eða síma, svo hægt sé að láta vita af sér. Neyðarskýlið er opið öllum hröktum og blaut- um, hvort neldur skátum eða öðrum ferðalöngum - gangandi eða akandi, en það mun vera nokkuð al- gengt að fólk festi bíla sína á þessuin slóðum. Pað er Eggert Lárusson sem var aðalhvatamaður að uppsetningu skýlisins, sem er gamall vegavinnu- skúr og það er Hjálpar- sveit skáta í Hveragerði sem mun hafa umsjón með skýlinu. Hjálparstarf í Eþíópíu Hjálparsveitarpeyjar í Eyjum eru létt æstir til ævintýraferða. Nýjasta afrekinu standa þeir Bjarni Sigtryggsson og Ólafur Lárusson fyrir, en þeir eru núna og verða í 3 mánuði við hjálparstarf í Eþíópíu. Aðallega mun það vera matvæladreifing og heyrst hefur að þeir muni einnig dreifa ferm- ingargjöfum í Kenýa. Nýjustu fréttir Rétt áður en blaðið fór í prentun fréttum við að Hreinn skagfjörð, akur- eyringurinn víðförli færi einnig til Eþíópíu. Hann leggur af stað 22. febrúar og sér til fulltingis hefur hann fjórar hjúkkur og einn lækni. Hreinn verður 6 mánuði við hjálparstörf þar ytra. Barsmíðar A 1 Breiðholtinu Það gustar hressilega um skátafélagið Haferni í orðsins fyllstu merkingu og þrátt fyrir að troðið hafi verið í verstu götin á skát- aheimilinu er vel rétt- lætanlegt að byggja nýtt. Það er að minnsta kosti skoðun Erlings félagsfor- ingja og hefur hann undanfarið dustað rykið af gömlum borgarsam- þykktum og lóðarum- sóknum Skátasambands Reykjavíkur. Finnst honum hægagangurinn fullmikill meðan pyngja sambandsins léttist vegna hárra orkureikninga. Þá er \ 'HUIB..I,.. það spurningin: Smíða Erling og co. nýtt skáta- heimili einsömul eða fá þau skátasambandsstjórn- ina í lið með sér. Þess má geta að Hafernir fengu nú eftir áramót fimmtíu nýja félaga á einu bretti. Hvort þau ætli að fylla upp í götin með nýliðum vitum við hins vegar ekki. SKÁTABLAÐIÐ 5

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.