Skátablaðið - 01.02.1985, Page 11
■ Vinna í samvinnu viö fjölmiðla
að þætti sem gæti heitið „svona er
að vera ungur“. Taka viðtöl við
ungt fólk, athuga tónlistarsmekk
og annað í fari þeirra. Taka viðtöl
við eldra fólk og ræða um æsku
þeirra.
■ Skella sér á námskeið í skyndi-
hjálp, fjallamennsku og björgun-
arstörfum.
■ Komast að einhverju deilu/á-
greiningsmáli í bænum. Fylgjast
með framgangi þess í blöðum,
bæjarfundum og á öðrum stöðum
þar sem þau ber á góma. Finna út
staðreyndir og rök á báða bóga og
ræða í hóp með vinum og skátum.
■ Heimsækja a.m.k. 2 bæjar-
stofnanir og kynnast starfsemi
þeirra.
FRIÐUR
Friður er grundvallarþáttur lífs
okkar og framtíðar. Alþjóðaár
æskunnar mun hjálpa okkur að
uppgötva nýja möguleika ungs
fólks til að tryggja frið milli okkar
sem einstaklinga, þjóðfélags-
þegna og milli þjóða heims.
Möguleika á friði þarf að efla með
því að auka skilning og samvinnu
ungs fólks. Andi friðar hefst hjá
okkur sjálfum, mér og þér. Hver
er til dæmis staða þín gagnvart
fjölskyldu, vinum, kunningjum og
nágrönnum eða í umferðinni,
búðinni, vinnunni, skólanum og á
skemmtistöðum.
■ Fá hjálp og hafa samband við
stofnanir svo sem, UNISEF,
Norrænafélagið, Hjálparstofnun
Kirkjunnar, Amnesti Interna-
tiona! og fleiri. Hvert er þeirra
framlag til alþjóðaskilnings, sam-
vinnu og friðar. Hafa þær ráð til
lausnar, hjálpar eða úrbóta á
vandamálum heimsins? Ræðið
þetta á hópfundi.
■ Koma á vinasambandi við
flokk, sveit, deild eða félag er-
lendis eða innanlands.
■ Hlutverkaleikur - leikið dæmi-
gert rifrildi t.d. foreldra og barns,
fólks í biðröð, fólks í strætisvagni
eða rifrildi dróttskáta um búninga-
mál eða forsetamerkið. Skiptið
um hlutverk og ræðið mismun-
andi viðhorf.
■ Réttlátt stríð. - Er eitthvað
þannig til? Ræðið málið (ath. það
má örugglega finna eitthvert yfir-
standandi stríð sem umræðuefni).
Frá upphafi hafa verkefni
skátastarfsins miðað að fræðslu
um frið.
Stofnandi skátahreyfingarinnar
talaði oft um frið og sagði eitt
sinn: Friður verður ekki tryggður
með verslun og viðskiptaþörf,
hernaðarbandalögum, alhliða af-
vopnun, þjóðasamningum eða
hernaðarótta eingöngu, nema að
andi friðar sé í hugum fólksins,
þetta er uppfræðsluatriði.
Baden Powell 1911
■ Halda málfund þar sem hver
einstaklingur talar mjög öflugt
gegn eigin skoðunum og sannfær-
ingu.
■ Hvað gerir okkar þjóð til
hjálpar þróunarlöndunum, mætti
breyta, auka eða minnka þá
aðstoð?
■ Safna saman í lítið hefti hug-
leiðingum og tilvitnunum um frið,
til lesningar við ýmis hátíðleg
tækifæri.
■ Gera klippimynd veggskreyt-
ingu eða ljósmyndasýningu um
frið.
■ Athuga nánar, sem einstakl-
ingur eða í hóp merkingu orða
eins og ást, væntumþykja, róm-
antík, hrifning, vinátta og
góðgerð.
■ Gera plakat eða bækling um
frið, nota tilvitnanir í Gandhi,
Martin Luther King, Baden Pow-
ell og fleiri.
skAtablaðið 11