Skátablaðið


Skátablaðið - 01.02.1985, Qupperneq 13

Skátablaðið - 01.02.1985, Qupperneq 13
■ Standa fyrir „Kynnist hreyf- ingunni“ viku þar sem allir drótt- skátar, ungir foringjar og hjálpar- sveitir starfa með öðrum sveitum, deildum, félögum, ráðum eða nefndum. ■ Hafa samband við dagblöð í bænum, Skátablaðið eða skáta- foringjann og segja frá þeim verk- efnum sem unnin eru í sambandi við Alþjóðaár æskunnar. ■ Setja upp frístundaleikklúbb með öðru áhugafólki. Semja og sýna einhvern leiklistarþátt, brúðuleikhús, götuleikhús með virkri þátttöku áhorfenda þar sem það á við. Munið að fá Ieyfi hjá lögreglu, valdið ekki ónæði á gangstéttum. ■ Skipuleggja og framkvæma dagskrá sem kynnir almenningi skátastörf. ■ Standa fyrir röð af ýmsum keppnum milli æskulýðsfélaga, með þátttöku skátafélagsins auð- vitað. ■ Geta fatlaðir tekið þátt í skáta- starfi, eiga þeir greiðan aðgang að skátaheimilinu? Ef ekki þá væri alveg tilvalið að ráða bót á þessum atriðum. ■ Taka þátt í æskulýðshátíðum og skemmtunum sem endurspegla einkunnarorð Alþjóðaársins. ■ Kynnist samtökum og stofnun- um í þjóðfélaginu, t.d. Vernd, SÁÁ, Kvennaathvarfi, AA og fl. Fylgist með starfi þeirra og takið jafnvel þátt í einhverjum hlutum starfseminnar. ■ Skipuleggja prósjekt sem mið- ar að því að ná inn fleiri skátum. Hverjir geta aðstoðað? ■ Bjóða einhverjum sem er ný- kominn frá þróunarlandi á fund til að ræða og lýsa ástandinu þar. Hverjir koma til greina? ■ Taka virkan þátt í einhverju landsprósjekti sem stuðlar að verndun, t.d. hreinsa skurði, gera við gömul hús, skógrækt, land- græðslu o.fl. ■ Heimsækja sakadóm, bæjar- stjórn eða aðra opinbera stofnun og kynnast starfsháttum þeirra. Ræða hlutverk stofnunarinnar við vísa menn t.d. lögfræðing, sýslu- mann eða prest og komast að því hvernig og hvort þessar stofnanir vinna í þágu ungs fólks. ■ Sem hópur taka einhvern þátt fyrir sem snertir ungt fólk, svo sem kynlíf, getnaðarvarnir, at- vinnu, húsnæði o.fl. Útbúa dagskrá um málefnið, notið tónlist, ljósmyndir, fjölmiðla o.fl. sem hjálpartæki. ■ Setja á svið eða selja „fátæka/ ríka“ máltíð til þess að kynna misskiptingu gæða í heiminum. Flestir fá bara nokkur hrísgrjón í skál á meðan einn og einn fær vel útilátna máltíð. ■ Útvega sér eintak að Mann- réttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og nota sem intak í „5 mín. foringjans“ á fundi eða námskeiði. ■ Finna og hlusta á tónlist til- einkaða friði t.d. „Imagine" Lennon’s og nota á hátíðlegum augnablikum. ■ Athugaðu nánar samband þitt við aðra. Hverja elskar þú? Við hverja líkar þér ekki, Hvað er vinur? Af hverju? ■ Skoða kenningar kirkju þinnar og trúar um frið, afvopnun, vopna- kapphlaup, valdajafnvægi, jafn- rétti o.fl. Ert þú henni sammála? Eru kenningar í samræmi við gjörðir? ■ Heimsækið börn ættingja ykkar, skoðið leikföng þeirra og metið hvort hlutverk þeirra sé að túlka stríð og ofbeldi. Leikið ykk- ur við börnin og athugið hvernig áhrif leikföngin hafa á þau. Ræð- ið á fundi hvort börn eða aðrir eigi að leika sér með stríðsleik- föng, segið frá reynslu ykkar, fáið kennara, fóstru eða uppeldisfræð- ing á fundinn. ■ Hvaða þýðingu hafa skátalög- in og heitið fyrir þig. Ræðið við aðra í hópnum eða sveitinni. ■ Sem hópur ungs fólks, þá vinna með eldra fólki í 2-4 manna hóp- um og gera myndasögu á vegg- spjald um bestu og verstu þætti í fari ungs fólks (að mati eldra fólksins) og síðan um bestu og verstu þætti í fari eldra fólksins (að mati unga fólksins). Kynna síðan og ræða í stærri hóp. SKÁTABLAÐIÐ 13

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.