Skátablaðið


Skátablaðið - 01.02.1985, Qupperneq 18

Skátablaðið - 01.02.1985, Qupperneq 18
Aðgerðir stjórnvalda hafa ekki leyst vandann, heldur falið Að sjálfsögðu hefur sú krafa að atvinnuleysi sé útrýmt mest verið beint til ráðamanna og ríkis- stjórna, sem hafa til þessa haldið að sér höndum eða þá glímt við vandann með dálítið vafasömum aðferðum sem hér skulu helstar nefndar með viðeigandi skýringum. Leit að nýjum störfum Erfitt getur reynst ráðamönnum að finna störf á atvinnumarkaðn- um því þeir atvinnulausu hafa yfirleitt þurrkað allt upp, þannig að aðgerðir stjórnvalda hafa yfir- leitt beinst að því að setja upp ráðninga- og atvinnuleysisþjón- ustur sem eru til mikilla bóta fyrir atvinnulausa en fjölga störfum nær ekkert. Nú hitt er einfaldlega að búa til ný störf, en hvað er hægt að ganga langt í því. í fram- Æskilegt er að starf sé eftirfarandi: A. Starfsmaður sé ánægður með starfið, finni til til- hlökkunar til þess að tak- ast á þeim verkefnum sem bjóðast og að starfið sé þroskandi og upp- byggjandi að einhverju leiti. B. Starfsmaður finni sjálfan sig vera að gera eitthvert gagn, að það sé einhver tilgangur með því sem verið er að gera, jafnvel svo að starfsmaðurinn finni sig nær ómissandi. C. Að starfið sé borgað rétti- lega miðað við þá vinnu sem framkvæmd er. - þetta skal samt ekki tekið of alvarlega, þó ég geri það, og varast ber alhæfingar. haldi af þessu er rétt að velta fyrir sér hvað gott starf er. Þegar stjórnvöld eru að búa til störf er vissulega hægt að bæta einum og einum inn, hér og þar. En að ætla sér að búa til ný störf handa fleiri milljónum manna er dálítið hæpið. Eitt dæmi um slíka aðferð er í Hollandi þar sem allir atvinnu- lausir geta fengið starf, gegn hærri atvinnuleysisbótum við að hreinsa rusl úr þeim geysistóru skógum sem þar eru. Bandaríkjastjórn hrósaði ný- lega sigri í baráttu sinni við at- vinnuleysi, þar sem þeim tókst að minnka það töluvert með þessum aðferðum svo og þeim sem á eftir fara. Aukin áhersla á menntun Ráðamenn hafa margsinnis bent á þá leið fyrir atvinnulausa að mennta sig betur því þá aukast möguleikarnir sem er vissulega rétt að vel menntaður einstakl- ingur á miklu meiri möguleika en sá ómenntaði. En þetta er í raun aðeins skammtímalausn, því ef við lítum á þær stöður þar sem fyrir örfáum árum vantaði tilfinn- anlega menntað fólk í, þá eru þær nú yfirfullar af þessu fólki og í dag sitja t.d. menntaðir viðskipta- fræðingar í stöðum þar sem í raun er ekkert af þeim krafist sem við- kemur viðskiptafræði. Um leið og við ýtum sem flest- um inn á skólabekk þá minnkar að sjálfsögðu sá fjöldi sem ekki hefur vinnu, - sem tölulega minnk- ar atvinnuleysi (dulið atvinnu- leysi) alla vega þangað til fólkið kemur aftur út úr skólunum, nema ef við getum haldið því þar alla ævi. Þetta eru tvær aðalaðferðir stjórnvalda eða kannski er nær að segja voru því þau hafa nú opnað augun betur fyrir vandanum og eru farin að leggja mun meiri áherslu á aðra þætti. 18 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.