Skátablaðið


Skátablaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 20

Skátablaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 20
Verðum að horfa á staðreyndir Atvinnuleysi er hlutur sem við getum ekki lengur horft framhjá. Pó svo að þess gæti ekki mikið hér á landi í dag mun það koma, það segja staðreyndir allt í kringum okkur. Svo við vitnum enn til þjóða eins og Breta, þá blasir við ungdómnum það eitt, að þegar skóla lýkur munu aðeins um 2 af hverjum 10 einhverntíman fá fasta atvinnu. Þetta er ekki glæsi- legt. Pað verður því að taka því sem staðreynd að atvinnuleysi er til og mun frekar aukast heldur en hitt allavega meðan haldið er á málunum eins og gert er í dag. Hvaða leiðir koma til greina í umræðunni um hvernig leysa eigi atvinnuleysið hefur oft verið bent á að aðeins séu til tvær meginlausnir þ.e.a.s. ef allt fer á þann veg sem á horfir. Annars vegar er að dreifa vinnuverkefn- um meira á milli manna, þannig að fólk haldi svipuðum launum en vinni til að mynda aðeins Vi daginn. Petta gæti þó orðið dálít- ið erfitt í framkvæmd. Hins vegar er spurningin að hækka atvinnu- leysisbæturnar verulega þannig að fólk geti lifað sæmilegu lífi á þeim, þ.e. með öðrum orðum að dreifa fjármagninu betur á milli fólksins. Ekki skal hér lagður dómur á hvort þetta séu helstu leiðirnar eða hvort þær séu færar, en samt sem áður eru þær óneit- anlega athyglisverðar, en snúum okkur að því sem hægt er að vinna að. Efla þarf fræðslu um atvinnu- leysi og afleiðingar þess á fólk svo og þarf að auka kynningu á öllu því sem fólki með nægan frítíma stendur til boða. Einna mikilvæg- ast er að undirbúa skólabörnin fyrir komuna á atvinnuleysismark- aðinn. Ef börn geta tekið því sem sjálfsögðum hlut að fá ekki vinnu þá höfum við mun jákvæðari hóp sem tekur öllum nýjungum betur en það fólk sem man tímana tvenna. Grípum til aðgerða áður en allt verður komið í einn hrærigraut en umfram allt verum viðbúin gífur- legri aukningu atvinnuleysis hér á landi næstu ár. Skátastarf fyrir atvinnulausa í flestum þeim löndum þar sem atvinnuleysi er mikið hefur Skáta- hreyfingin gripið til aðgerða og í Hollandi ef við tökum enn eitt dæmið, hefur ríkisstjórnin úthlut- að skátahreyfingunni þó nokkuð miklum styrk eða öllu heldur sjóð og er hreyfingin með einn skáta á fullum launum við að útbúa verkefni, námskeið og annað handa atvinnulausum. Á Bretlandi aftur á móti eru í gangi umfangsmiklar aðgerðir hjá skátunum til hjálpar atvinnu- lausum. F*eir hafa þar í gangi skráningarskrifstofu sem skráir atvinnulausa og sér svo um að ganga frá öllum nauðsynlegum skjölum hvort sem er í sambandi við starfsamning eða atvinnu- leysisbæturnar. Einstaklingsframtakið lofsvert líka Og í lokin er hér dæmi um einn atvinnulausan mann sem gerðist þreyttur á því að gera ekki neitt. Hann safnaði saman öllu sparifé sínu, seldi nokkra óþarfa hluti sem hann átti og keypti sér gott keppnisreiðhjól. Nú, síðan bjó hann sér plan þess efnis að hann vaknaði alltaf á hverjum degi kl. 9 og lagði síðan af stað hjólandi upp úr 10. Síðan hjólaði hann vanalega til kl. 18. - Þama var hann búinn að skapa sér nóg að gera allan daginn og brátt fór hann að stefna að hjólreiðakeppnum. Aðeins 3 árum seinna er þessi maður einn fremsti hjólreiðamað- ur frakka. í þessu tilfelli var endirinn aðeins gleðilegt auka- atriði því aðalatriðið var að sjálf- sögðu það að maðurinn hafði alltaf nóg að gera. Birgir Þór Ómarsson, höfundur greinarinnar, er skáti í Reykjavík. Hann sótti nýlega ráðstefnu á vegum Evrópuráðs skáta um atvinnumál ungs fólks, þær upplýsingar sem stuðst er við í greininni eru frá þeirri ráðstefnu. 20 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.