Skátablaðið


Skátablaðið - 01.02.1985, Page 36

Skátablaðið - 01.02.1985, Page 36
FLÆIRA ÞARF I DANSINN EN FAGRA SKÓ eftir Helga Grímsson Ef athöfn eða starf á aö skila árangri veröur það að hafa markmið. Það má skýra orðið markmið með því að segja að athöfn eða starf á að miða að fyrirfram tilsettu marki. Við setjum oftast markmið ómeðvitað því orð eins og t.d. ætla, skal, mun; segja að við höfum eitthvað markmið í huga. En ef raunsætt endurmat á að fara fram á athöfn eða starfí verður skýrt og skilgreint markmið að liggja fyrir í upphafí. Markmið eru misjöfn og einnig er óvíst hvort það markmið náist sem í upphafi er sett. Kennari getur haft það markmið áður en hann gengur inn í kennslustofu að kenna nemendum það sem stend- ur á bls. 15-20 í líffræðinni. Nem- andi sem er að fara í líffræðitím- ann getur haft það að markmiði að læra það sem kennarinn ætlar að kenna. Annar gæti haft það markmið að trufla kennslu, sá þriðji að sofa allan tímann og sá fjórðu að vera inni í stofunni þangað til hringt er út. Til að ná markmiði þarf að fara eftir einhverjum leiðum og eru þær misvænlegar til árangurs. Oftast geta menn valið um fjöl- margar leiðir. Það eru t.d. margar aðferðir til kennslu eða truflunar á kennslustund. Ef kennari ákveður að kenna líffræðina þannig að hann lesi blaðsíðurnar hægt og skýrt í huganum er óvíst hvort nemandinn læri námsefnið. Ef nemandi ætlar að trufla kennslu og velur þá leið að sitja kyrr og steinþegja er ólíklegt að markmiðið náist. Til að ná settu marki verður því að velja leiðina að markinu gaumgæfilega. Lögfest markmið og leiðir BÍS Við skulum aðeins líta á hvað segir um markmið og leiðir í lögum Bandalags íslenskra skáta (greinar 1.2 og 1.3): Markmið skátastarfs er að þroska börn og ungt fólk til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu. Markmiði skátastarfsins hyggst Bandalagið m.a. ná þannig: - Með hópvinnu til að þroska samstarfshæfileika og tillitssemi. - Með útilífi til að efla líkams- þrek og vekja áhuga á náttúrunni og löngun til að vernda hana. - Með viðfangsefnum af ýmsu tagi til að kenna skátum ýmis störf nytsöm sjálfum þeim og öðrum. - Með þátttöku í alþjóðastarfi skátahreyfingarinnar til að gefa skátum tækifæri til að kynnast ungu fólki í öðrum löndum, hátt- um þess og menningu. Þetta markmið tel ég vera ákaf- lega loðið og teygjanlegt. Ber það ekki vott um mikið sjálfstæði ef maður bruggar áfengan bjór eða svíkur undan skatti? Var Hitler ekki mjög virkur og ábyrgur ein- staklingur í Nazistaflokknum? Þetta markmið er ákaflega há- leitt, en það er ekki hægt að festa hendur á því og meta árangurinn. Eg minnist þess ekki að ég hafi gengið inn á fund á foringjaárum mínum (14-21 árs) og hugsað með mér: „Á þessum fundi ætla ég að gera það sem í mínu valdi stendur til að þroska skátana til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir ein- staklingar í samfélaginu“. Ég leyfi mér að halda því fram að slíkt geri enginn og að samfélagið geti ekki lagt þá skyldu á herðar 14-18 ára unglings (algengasti foringja- aldurinn) að hann þroski skátana sína til þessara þátta. Að framan- sögðu má sjá að óframkvæman- legt er að miða daglegt skátastarf út frá þessum markmiðum án þess að maður finni upp heilmörg 36 SKÁTABUÐIÐ

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.