Skátablaðið - 01.02.1985, Page 42
Þar rifum við okkur úr hverri
spjör og tókum sprettinn í laugina
ljúfu. Þar var legið í tæpa 2 tíma
og slappað af. Það reyndist hins
vegar vera hið mesta hetjuverk að
fara upp úr því kominn var austan
skafrenningur og enginn hafði svo
mikið sem sandala til að skýla sér
þessa 30 metra í skálann. Eftir
þetta hressilega bað var tekið til
við að elda veislumat kvöldsins og
var þá ekki amalegt að hafa kokk
frá hótel KEA með í ferðinni.
Enda kom það glögglega í ljós
þegar borin var fram þessi dýrind-
ismáltíð: Hangikjöt með grænum
baunum, kjötbollur með stöppu
og sósu og svo kokkteilávextir og
kakó í eftirmat. í tilefni af þessu
var sunginn alveg nýr borðsálm-
ur: Bjart er yfir Betlehem. Á milli
rétta skemmti Gunnar Þór veislu-
gestum með spilagöldrum. Á eftir
sögðum við hvor öðrum lyga-
sögur, dáðumst að kvöldsólinni
og átum piparkökur. Síðan var
haldið upp á loft í pokana.
Peysuprjón úr fjallhífínni
Á þriðjudagsmorgun var vaknað
snemma því framundan var
32 km ganga með mun meiri
þunga en áður því í Laugafelli
bættist á okkur sá matur og olía
sem átti að endast suður yfir Kjöl.
Þó var það ekki fyrr en um 11:30
sem lagt var af stað. Fyrst í stað
reyndum við að nota fjallhífar en
hættum því fljótlega því að bæði
var erfitt að sigla þvert á vind-
stefnuna og einnig skall fljótlega
á okkur hríð og var því hætta á að
týna stefnunni og eins hvor
öðrum. Um tvöleytið rofaði
aðeins til og sáum við þá að okkur
hafði miðað frekar hægt. Þá var
ákveðið að reyna fjallhífarnar
aftur en frekar gekk mönnum
misjafnlega við það, t.d. var
undirritaður með svo flækta fjall-
híf að menn héldu að ég hefði ætl-
að að prjóna peysu úr böndunum.
Rétt grillir í skíðaoddana
Svo var því hætt endanlega þegar
slyddan var orðin þannig að rétt
grillti í skíðaoddana í fjarska. Um
kl. 5 komum við að Illviðrahnjúk-
um og þá bar svo við að skyndi-
lega kom sólskin og logn. í tilefni
af því hituðum við kakó og feng-
um okkur snæðing. Síðan var
labbað áfram í góða veðrinu til kl.
7 en þá var tekin veðurfregna-
pása. Þá var talstöðin opnuð en
ákveðið hafði verið að hafa hana
opna 15 mínútur á eftir veður-
fregnum. Okkur til mikillar furðu
heyrðist skyndilega í félaga okkar
og talstöðvamanni á Akureyri,
Sveinbirni Dúasyni, en hann var
staddur í flugvél yfir Hrísey í
Eyjafirði um 150 km í burtu.
Eftir smá rabb var beðið fyrir
kveðju heim og síðan haldið
áfram. Góða veðrið virtist ætla að
haldast og allir voru í miklu göngu-
stuði. Um kl. 9 vorum við sunnan
við Ásbjarnarhnjúk og þar var
elduð súpa og prófaðar rúsínur.
Sjénsinn tekinn
á svörtustu þústina
Áfram var haldið með stefnuna
rétt sunnan við Ásbjarnarfell og
vorum við ákveðnir í að ná í Ing-
ólfsskála, skála Ferðafélags Skag-
firðinga, um kvöldið. Þegar við
komum að Lambahrauni var
næstum komið svartamyrkur.
Enginn okkar hafði komið þarna
áður og vissum við því ekki ná-
kvæmlega hvar skálinn var og
ekki var hann merktur inn á kort.
Þá var tekið það ráð að velja
svörtustu þústina og prófa. Síðan
var arkað yfir hraunið og eftir svo
sem hálftíma göngu fór að grilla í
hraunröndina hinum megin. Og
heldur urðum við hissa og glaðir
þegar við sáum að þústin reyndist
vera skálinn. Þótti okkur þetta
vera mikil heppni enda var klukk-
an orðin 11:30 og komið svarta
myrkur. Við drifum okkur inn og
elduðum, aldrei þessu vant, þenn-
an fína kvöldmat og síðan var
lagst til svefns. I þessum tóma
skála sváfum við til kl. 10 á mið-
vikudagsmorgun.
Skíði brotið og
göngustafur í stíl
Það var varla að við tímdum að
yfirgefa þetta góða hús og það var
ekki fyrr en kl. 3 að við lögðum af
stað í góðu veðri, hálfskýjað með
smá austangolu. Fyrst í stað voru
dálitlir áburðarerfiðleikar en það
lagaðist fljótlega. Gengum við
framhjá Krókafelli með stefnuna
á Eyfirðingahóla. Þar virtist vind-
42 SKÁTABLAÐIÐ