Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 10

Skátablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 10
Um þessar mundir standa skátar um allan heim fyrir átaki til hjálpar börnunum í Tajikistan (borið fram Tatsi- kistan). Pau eru á flótta undan borgarastyrjöld sem hefur geisað þar í tvö ár. Skátarnir ætla, í samvinnu við Flótta- mannahjálp Sameinuðu þjóðanna, að senda svokallaða friðarpakka til hjálpar börnum sem búa þar við mjög slæman aðbúnað. Skorað hefur verið á íslenska skáta að safna a.m.k. 1200 pökkum og taka íslenskir skátar að sjálfsögðu við þeirri áskorun. Undirtektir hafa verið mjög góðar. Á aðalfundi Bandalags íslenskra skáta fyrir skömmu skráðu þegar hin ýmsu skátafé- lög sig fyrir um 1100 pökkum. En meira þarf til og ekki er verra ef pakkarnir verða fleiri. Tajikistan Tajikistan er eitt af fyrrverandi Sovét- lýðveldum og er rétt norðan við Afganistan (sjá kort). Þetta er lítið land og mjög fátækt. I kjölfar upplausnar Sovétríkjanna braust út borgarastyrjöld sem hefur valdið ómældum hörmungum. Andstæðar fylkingar kommúnista og strangtrúaðra múslima berjast um völdin í landinu. Höfuðborgin Dushanbe hefur orðið mjög illa úti í átökunum, og er nú svo komið að þar er hvorki rennandi vatn né rafmagn. Stríðið hefur orðið til þess að nú eru um 500 þús. manns í flóttamannabúðum víðsvegar um Tajikistan, þar af 100 þús. börn (jafnmörg og allir íbúar Reykja- víkur). Hingað til hefurFlóttamannahjálpin séð um að útvega flóttafólkinu allar helstu nauðsynjar svo sem húsaskjól, mat og læknisþjónustu. En nú er svo komið að fjármagn er á þrotum. Sve&an oa yétt / 'tt Skátastarf— sjálfstæður lífsstíll

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.