Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1994, Page 11

Skátablaðið - 01.04.1994, Page 11
 Bajkalvatn Kazakhstan Aralvatn Kirgísthan Úzbekistan TAJÍKISTAN Kína Túrkmenistan "• Dushanbe Pakistan Afghanistan enu (Aíá<z 4weétaucU (foutr í áeímíuum — m&ify feecnna enu eá&i eúte ícittyt ýiá fíén oy feú áeídun! Friðarpakkar Alheimssamtök skáta hafa ákveðið að komabörnunum til hjálpar með því að sjá þeim fyrir hreinlætisvörum, ritföngum til náms og nærfatnaði. Börnin sem fá pakkana eru á aldrinum 5-15 ára, bæði strákar og stelpur. Athuga skal að miða mnihald pakkanna við aldur og kyn þess sem á að taka við honum. s Ifríðarpakkanum á að vera: 3 stílabækur 2 blýantar 2 kúlupennar 1 pakki vaxlitir 1 yddari 1 strokleður 1 reglustika 1 tannbursti 1 tannkremstúpa 1 sápa 1 gróftennt greiða 2 nýjar nærbuxur fyrir dreng eða stúlku 1 nýr T-bolur 1 nýtt leikfang, t.d. sippuband, bolti eða svifdiskur (ekki senda leikföng sem þarfnast leiðbeininga eða raf- hlaðna) 1 lítil myndabók Gleymum ekki að senda kveðju frá skátanum sem safnaði í pokann. Kveðjan getur verið mynd, teikning eða eitthvað þess háttar. Allt þetta skal setja í glæran plastpoka með þar til gerðum miða þar sem tekið er fram, hverjum pakkinn er ætlaður, þ.e. kyn og aldur. Pökkunum berað skila til sveitarforingja eða á skrifstofu BIS fyrir 1. maí n.k. Ekki senda neitt matarkyns, hvorki sælgæti né annað! Nú er komið að okkur að sýna hvað í okkur býr, við sem eigum meira getum gefið þeim sem minna eiga. Það er tilvalin sumargjöf að gefa flóttabarni friðarpakka í ár. Undirbúningur átaksins er undir stjórn alþjóðaráðs BÍS. Akademíuverðlaun skáta afhent fyrir stuttu Akademía skáta hófveitingu verðlauna sinna fyrir tveimur árum. Framtak þetta hefur vakið verðskuldaða athygli og verið mikil hvatning í starfi. Verðlaunin voru veitt á Árshátíð skáta sem haldin var 12. mars sl. Verðlaunin eru innrammað skjal asamt listaverki sem sérstaklega er gert f tilefni afhendingarinnar. Landsbjörg er styrktaraðili Akademíu skáta. Afhendingin er árviss og víst að félög eru þegar farin að stefna að því nð fá þessa eftirsóttu viðurkenningu á næsta ári þó svo ekki sé hægt að vinna beint að þeim því Akademía skáta hefur alveg frjálsar hendur með það, fyrir hvað þau eru veitt. Eftirtaldir aðilar hlutu verðlaunin: Kristín Bjarnadóttir, fyrir Skáta- handbókina, vandaða og metnaðarfulla staðfœringu á erlendri bók. Hraunbúar. fyrir góð tengsl við almenning í sínu bœjarfélagi með gönguferðum og tívolíhátíðinni „Mars- búanum“ Skjöldungar, fyrirfrumkvœði í nýtingu tölvutœkni til þess að mynda ný tengsl milli skáta, innanlands og milli landa. Strókur, fyrir góðan árangur við að virkja foreldra til stuðnings og eflingar skátastarfs í Hveragerði. Tœknilið Landsmóts 1993, fyrir að sýna að þeir voru viðbúnirþegar kuldi og regn hrjáði landsmótsgesti. Skátablaðið

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.