Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1994, Side 22

Skátablaðið - 01.04.1994, Side 22
er rétt að benda á að á mótinu verða reknar minjagripaverslanir, sjoppur, pósthús og fleira slíkt. Auk þess er hugsanlegt að einhver smá aukakostnaður (minjagripir, gos o.s.frv.) verði í heimagistingunni (homehospitality) en fjölskyldurnar sem taka á móti hópnum sjá honum fyrir fullu fæði. Undirbúningur Nú í sumar mun undirbúningur þátt- takenda hefjast af fullum krafti. Þátt- takendum verður skipt í flokka og sveitir eftir landshlutum. í hverri sveit munu starfa 36 skátar og verður sveitinni stjórnað af fjórum sveitarforingjum og sex flokksforingjum. Þar að auki verður einn fararstjóri fyrir hverja fimmtán þátt- ■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■*■ takendur. Undirbúningsstarfið mun að meginatriðum byggja á þrennu: fjár- öflunum til að ná niður sem allra mestum kostnaði, “móralskri” uppbyggingu á meðal þátttakendaog fræðslu um alþjóða- starf og skátastarf í öðrum löndum. Undirbúnings- nefnd Stjórn Bandalags íslenskra skáta hefur skipað undirbúningsnefnd til að sinna þessurn undirbúningi íslensku skátanna. Skátar úr þessum hópi munu síðan rnanna fararstjórn sem mun leiða hópinn í ferðinni. í undirbúningsnefndinni eru allt fullorðnir, reyndir skátar, sem hafa reynslu af alþjóðastarfi og þátttöku í erlendum skátamótum. Nánari upp- lýsingar Allar nánari upplýsingar má fá á skrif- stofu BÍS, Snorrabraut 60 í Reykjavík, og í síma 91 - 62 13 90. ■*■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■*■■■■■■■■■■■■■■■*■■■ * í Sveitarforingjar óskast á Alheimsmót skáta (jamboree) íHollandi 1995 Hver sveit á Jamboree samanstendur af 36 skátum og 4 sveitarforingjum. Undirbúningsnefnd auglýsir hér með eftir umsóknum um stöðu sveitarforingja þessara sveita. Úr hópi umsækjenda mun undirbúningsnefnd síðar skipa 4 sveitarforingja fyrir hverja sveit, þar af einn aðalsveitarforingja. Æskilegt er að sveitarforingjar séu 25 ára eða eldri en alls ekki yngri en tvítugir. Við leitum eftirtraustum aðilum með mikla reynslu sem eru tilbúnir í erfiða og krefjandi vinnu tímabundið. Skilyrði er að sveitarforingjar hafi gott vald á ensku eða frönsku og jafnvel einu Norðurlandamáli. Viðkomandi þurfa að vera reglusamir, hugmyndaríkir og drífandi. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af alþjóðastarfi. Óskað er eftir meðmælum. Umsóknir berist skrifstofu BÍS fyrir 1. júní 1994 merkt Jamboree 1995. Umsóknareyðublöð Iiggja frammi á skrifstofu BÍS og hjá félagsforingjum. Dæmi um verksvið sveitarforingja: Almenn sveitarforingjastörf, svo sem halda utan um sveitarstarfið fyrir mót og á móti og bera ábyrgð á starfi flokka. jóUECS 8" World Jamboroo olland 1995 Tengiliður við fararstjórn. Sjá um fjáraflanir sveita fyrir mót. Undirbúningsnefnd. ■ ■ B ■ ■ Skátastarf— sjálfstæður lífsstíll

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.