Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1994, Side 25

Skátablaðið - 01.04.1994, Side 25
Brábæfar viðiBbir bað er ekki hægt að segja annað en viðtökur sem Skáta- handbókin fékk þegar hún kom út hafi verið góðar. Bæði skátar og almenningur hafa tekið vel á móti bókinni enda ekki á hverjum degi sem út kemur bók sem spannar svona vítt svið í tómstundastarfi barna. Enn eiga eflaust margir eftir að eignast þessa glæsilegu bók en hún er prýdd fjölda glæsilegra teikninga auk fjölda Ijósmynda. Það hefur lengi verið draumur manna að gefa út vandaða skátabók sem kæmi að notum í almennu skátastarfi. Tuttugu ár eru liðin síðan Skátabókin kom út, en það var glæsilegt rit með miklum fróðleik og hentaði vel sem uppflettibók bæði fyrir skáta sem aðra. Skátahandbókin er í raun af allt öðrum toga. Bókin er ætluð til notkunar úti á akrinum, ef svo mætti segja, með mjúkri kápu og efnið sérstaklega ætlað skátum á hinum hefðbundna skátaaldri þar sem efnið er sett fram með miklum fjölda skýringamynda og í mjög samþjöppuðu formi. Komið er inn á mikinn fjölda mála- flokka og víst er að allir finna eitthvað sem vekur áhuga, hvort sem um ungan skáta eða aldinn mann er að ræða. Bókin er að uppruna dönsk. Mikil vinna var lögð í þýðingu bókarinnar og stað- færingu en suma kafla þurfti að semja alveg frá grunni. Flestar skýringar- teikningar eru notaðar óbrey ttar en margar staðfærðar og sumar teiknaðar upp á nýtt. Nær allar ljósmyndir eru íslenskar svo óhikað má segja að bókin sé orðin eins íslensk og frekast er unnt og getum óhikað sagt: „Islenskt —já takk“. Bókin er seld á mjög vægu verði, aðeins 2.700 kr. og ætti það ekki að hindra neinn sem áhuga hefur á góðum fróðleik í þ ví að kaupa sér bókina. Bókin er seld í Skáta- Úr Skátahandbókinni KATAHANDB handbókin 3 Aðetns "ifóbto. Hnútar og trönubyggingar Þjóðfélagið Eldur og matur Hjálp í viðlögum Leiklist Vertu sjálfbjarga í útilegu ► ► ► ► ► Áferð Tjáskipti Skátaeinkenni Handlagni Kort og áttaviti Fötlun, sjúkdómar og heilsa Hnífur, öxi, sög og kaðlar .. og fleiri kaflar Fjöldi glæsilegra teíkninga og mynda prýða bókina L Fæst í Skátahúsinu, Skátabúðinni og fjölda bókabúða. Pöntunarsími 91 -621390 < < < < < J Skátablaðið

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.