Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 39

Skátablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 39
Styrktarpirmi Fjórða árið í röð er styrktarpinni skáta gefinn út á vegum Bandalags íslenskra skáta. Hugmyndin að baki Styrktar- pinnans er að ná sambandi við „gamla" skáta og færa þá nær skátahreyfingunni undir kjörorðinu „Eitt sinn skáti — ávallt skáti." Framleitt er sérstakt málmmerki sem sent er öllum gömlum skátum, 18 ára og eldri sem til eru á skrá BÍS. Merki þetta sem kallað er Styrktarpinni skáta er sent öllum að kostnaðarlausu og allir hvattir til að bera merkin hversdags. Asamt merkinu fá menn sendan gíróseðil sem allir eru hvattir til að greiða, en greiðslu- stimplaður gíróseðill gildir þá sem skáta- skírteini með öllum þeim réttindum sem því fylgir, m.a. 10 % afsláttur í Skáta- búðinni. Þeir sem greiða styrktarpinnann fú sent Skátablaðið og Skátamál þannig að þeir geta fylgst með því sem er efst á baugi í hreyfingunni hverju sinni. í fyrra var hönnuð fimm ára röð af Styrktarpinnanurn. — skátahnútaröð. Fyrsta merkið kom út í fyrra og var réttur hnútur á því merki. I ár verður hesta- hnúturinn á merkinu. Að öðrum leiti verður merkið eins, úr sama efni, í sömu stærð og lögun. Hér er því um safngrip að ræða þegar fram líða stundir. Stefnt er að því að haf útkomutíma Styrktarpinnans í maí á þessu ári en nálægt 22. febrúar í framtíðinni. Því miður er skrá BIS yfir gamla skáta mjög ófullkomin þar sem frekar illa hefur haldist á gömlum skrám. Það eru því hundruðir eða sennilega þúsundir gamall skáta sem gjarnan vildu fá Styrktarpinnann sendan árlega svo ekki sé talað um mál- gögn hreyfingarinnar, en fá ekki. Hvernig væri nú að færa það í tal við gömlu skáta- systkinin hvort þau fái Styrktarpinnann sendan og hafa svo samband við skrif- stofu BIS ef svo er ekki og skrá viðkomandi — því fleiri því betra. Félagsmálafulltrúi BÍS Nafn: júlíus Aðalsteinsson. Aldur: 36 ára. Fjölskylda: Giftur Helgu Hallgrímsdóttur. Bifreið: Nissan Sunny 1992. Skáti: Ægisbúi frá 1967. Skátaferill: Félagsforingi, ritstjóri og Skátablaðsins og Skáta- mála, á sæti í foringjaÞjálfunarráði, fararstjóri á Jamboree auk fjölmargra annarra starfa. Menn tun: Stúden t frá MH. Fyrri störf: Starfsmaður Landsbanka Islands. Umsögn: Seigla er sennilega Það sem einkennir Júlíus mest. Araraða set íkjörbréfanefnd aðalfundar og skáta- Þinga sannar Það best. Hefur reynst vel í störfum fyrir Bandalag íslenskra skáta. Skátablaðið

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.