Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1910, Síða 5

Sameiningin - 01.12.1910, Síða 5
293 segja þér þetta á hverjum degi, því langt kann að verða á milli okkar, eða hvor um sig af okkr verðr ef til vill önnum kafinn; má og jafnvel vera, að eg hafi ekki efni á að borga fyrir frímerki á svo mörg bréf, eða liafi ekki tíma til að rita þau. En það sakar ekki. Hugarþel mitt og ósk mín þér til handa helzt óbreytt. I starfi mínu og stöðu minni vilda eg reynast þér vel — það er fastr ásetningr minn—<, svo að eg aldrei sýni þér ósann- girni eða á nokkurn liátt verði þér til meins. Ef við gætum saman verið, vilda eg feginn, að þú fengir tekið þátt í áncegju minni, er vel liggr á mér. Ávallt mun það gleðja mig, er þér lilotnast fögnuðr eða þú verðr fyrir happi. Blátt áfram og án alls yfirskins vil eg segja: Eg- óska þér allrar blessunar með því hugar- þeli, sem jóla-kátíðinni er samboðið.’ Ekki gjörist þess nein þörf, að slíkr boðskapr sé borinn fram í háfleygum orðum., eða að eiðr sé að því unniun, að velvildin sé af öllu hjarta og sterkari en dauð- inn. Þá er um kærleik og vináttu er að rœða, er meira varið í smá-útlát, gulls ígildi, sem sí og æ halda áfram, en víðtœk lieitorð, sem eru einsog ávísanir einstakra manna uppá stórsununu f jár í banka. 0g ekld er þess reyndar ætíð þörf, að boðskaprinn sé fram borinn í orð- um, né jafnvel, að eitthvert áþreifanlegt merki birtist hið ytra lionum til sönnunar. Að hafa kærleiks-tilfinn- ing innanbrjósts og breyta lienni samkvæmt — það er aðal-atriðið. Fjöldi manna er í heimi þessum, sem vér af ýmsum ástœðum ekki getum, svo að vel fari, sent jólagjafir, þótt vér þekkjum þá að meira eða minna leyti. En naumast er nokkur sú meðal allra kunningja vorra, sem vér ekki getum látið njóta góðs af því að lifa því lífi, sem að ein- liverju minni á jólin. Þeim til handa, er fjærst oss standa, hýrgandi heils- an, kurteis nærgætni; þeim, sem oss eru nákomnari, sam- hygð, hjartanlegar heillaóskir, hreinskilin hvatningar- orð; þeim, sem oss eru nánastir, brœðrahót, ástúð, blíðu.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.