Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.12.1910, Page 32

Sameiningin - 01.12.1910, Page 32
3o8 Af séra Valdemar birtist niynd i „Sam.“ endr fyrir löngu (í Janúar-blaöinu frá árinu 1891). Með sömu mynd kom seinna Thc Lutlieran Sunday School Herald i Philadelphia. Trúboðsstarf. I. Skýrsla frá hr. Haraldi Sigmar. Snemma í Maí-mánuði byrjaði eg trúboðsstarf í þjónustu kirkjufélagsins. Lagöi eg þá undireins á stað vestr til Vatna- byggðanna í Sask., til þess að starfa bjá Agústínusar-söfnuði og á nærliggjandi stöðum. Svo sem um hafði verið samið starfaði eg sem svaraði helming tímans, er eg var vestr frá, eða vel það, hjá Ágústínusar-söfnuði. Guðsþjónustur fóru þar fram í Mímis-skólahúsi. Og voru þar ellefu guðsþjónustur á sumrinu. Flestar af þeim guðsþjónustum máttu heita vel sóktar og sum- ar ágætlega, bæði af fólki innan safnaðar og utan. Og var það gleðiefni mikið, hve góðan þátt yngra fólkið tók í kirkjulegri starf- semi, ekki síðr en hið eldra. Sunnudaginn 11. Sept. fermdi eg þar fimm ungmenni, og næsta sunnudag á eftir fór fram altarisganga fyrir fermingarbörnin, að- standendr þeirra og þá aðra, er þess óskuðu. Við það tœkifœri voru 22 til altaris. Eg gjöri mér beztu vonir um framtíð safnaðar þessa; því mér virðist, að fólkið þar yfirleitt beri mjög hlýjan hug til málefnis kristindómsins. Byggðin í grennd við Candahar, þar sem söfnuðr þessi er, er að mínum smekk mjög fögr, og allt útlit fyrir, að hún muni verða fjölmenn og mjög blómleg. Og þótt enn sé hún mjög ung, þá eru þó framfarirnar þar undraverðar og líðan fólks yfirleitt góð. Um meðferð á mér er allt hið bezta að segja. Fólkið var mér einkar gott og alúðlegt. Samvinnan með því var æfinlega hin œskilegasta, þvi maðr fann, hve fúslega og vel fólkið tók þátt í starfinu. Og það gladdi mig, hve vel og drengilega utansafnaðar- fólk var með. Að skilnaði var mér haldin ánœgjuleg samkoma og gefnar rausnarlegar gjafir. Fyrir allan kærleikann og samúðina kann eg fólkinu beztu þakkir. Auk þessa prédikaði eg á ýmsum stöðum í austrhluta Vatna- byggðar, svo sem við Hóla-pósthús, að Elfros, Mozart, Heklu og Kristnesi. Allsstaðar voru viðtökurnar hinar ákjósanlegustu, og er eg fólkinu innilega þakklátr fyrir alla góðgirnina, sem mér var sýnd.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.