Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1910, Blaðsíða 40

Sameiningin - 01.12.1910, Blaðsíða 40
3i6 einu til annars, þefaði varlega af okkr — hverju um sig, hnerraöi svo tvisvar, þó aðeins lítiö, einsog til málamyndar, og lagöi svo kurteislega, látlaust og sakleysislega litla drífhvíta höfuðið uppaö okkr0 hverju um sig, um leið og það nasaði að okkr við og við, sem væri það að forvitnast um, hvað við eiginlega værum, og hvaðan við kœmum. Við gátum með engu móti slitið okkr frá þessarri yndislegu litlu skepnu, sem einnig sýndist una sér vel í félagskap okkar. Við héldum því áfram að láta vel að því — kyssa það, klappa því og strjúka. Allt í einu heyrðum við skjálfraddaðan, en þó sterklegan jarrn, rétt fyrir aftan okkr. Það var hin umhyggjusama móðir lambsins okkar. Hún var á beit þar skammt frá, og sýndist allt í einu hafa tekið eftir því, að lambið hennar var horfið, og var nú í mjög einbeittum róm að kalla á ástina sína. Óðar en lambið heyrði hina kallandi rödd spratt það upp; rr’.eð dásamlegum fimleik og léttleik stökk það yfir axlirnar á einu okk- ar, og hljóp eins hratt og fœtrnir gátu borið það til móður sínnar. Hún tók á móti því með mikilli blíðu, og sýndi því öll þau kær- leikshót, sem aðeins mœðr geta í té látið. Við virtum þessa fallegu sjón fyrir okkr stundarkorn. Að því búnu héldum við ferðinni áfram, uppí fjallið. Lambið litla indæla hafði haft svo mikil áhrif á mig, að eg gat ekki um annað hugsað. Heimrinn með öllum hans yndisleik varð einlægt fegri og elskulegri fyrir hugskotssjón minni. Að nokkurri stund liðinni vorum við komin svo hátt uppi Miðar hins stórfellda fjalls, að stœrstu börnin héldu, að það ncegðk Þá settumst við fyrst niðr til að hvíla okkr vel; þvínæst tíndum við nokkur fjallablóm og sjaldsénar jurtir. og héldum siðan heimleiðis — ofan fjaliið aftr. En þá kom voðalegt atvik fyrir. Þegar við nálguðumst staðinn, þar sem við skömmu áð>r höfð- um mœtt blessuðu lambinu litla, fórum við eðlilega að hyggja eftir því; fyrst í stað sáum við ekkert til þess. Við skimuðum í allar áttir. Þá allt í einu nemr stóra systir mín staðar, og starir ofaneftir — til vinstri handar. Viíð störum öll eftirvæntingarfull í sömu átt; og nú bar fyrir okkr sú ssjón, sem eg aldrei mun geta gieymt. Bak við ofr lítinn hól á grœna grashjallanum sjáum við eftir- lætisgoðið okkar. Það stendr upprétt, en allr litli kropprinn nötrar! ...... og við sjáum með skelfing. að eitthvað rautt lekr úr augum litlu skepnunnar. Við höfðum rétt aðeins numið þarna staðar, alveg agndofa af ótta og angist, þegar við líka komum auga á anmað dýr —

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.