Prentarinn - 01.01.1967, Síða 49

Prentarinn - 01.01.1967, Síða 49
Nýr kaup- og kjarasamningur finnskra prentara 29. marz s.l. hófu finnskir prentar- ar aftur vinnu eftir þriggja vikna verkfall. Sáttalilboð ríkissáttasemj- arans hafði þá verið borið undir at- kvœði í finnska prentarasamband- inu. Af 13.000 félagsmönnum greiddu 10.593 atkvæði um samn- inginn. 5603 kusu að fella hann og halda verkfallinu áfram en 4494 samþykktu hann, en þar sem % meirihluta þurfti samkvæmt lögum til þess að fella samninginn, skoð- aðist hann þar með samþykktnr og vinna hófst á ný. Þessi nýi kaup- og kjarasamningur gildir í 3 ár, til 1. marz 1970. En það töldu forustu- menn finnskra prentara aðalgalla samningsins. Ifelztu breytingar frá fyrra kjara- samningi eru þessar: í árshyrjun 1%8 styttist vinnu- vikan úr 45 stundum í 40, og verð- ur þá aðeins unnið fimm daga vik- unnar. I bókasmiðjum verður við- hótarfrídagurinn annað hvort laug- ardagur eða mánudagur, en í blaða- smiðjunum mun reynt að liaga frí- inu þannig að starfsfólkið taki báða frídaga vikunnar í einu lagi, en þeir flytjast til, svo að sunnudags- og mánudagsblöð geta komið út eins og áður. Þegar samningurinn tók gildi hækkuðu lágmarkslaunin um 6% en persónuleg laun um 5%. 1. sept- ember hækkuðu lágmarkslaunin aít- ur um 3,5% og persónulaun 3%. 1. marz 1968 hækka lágmarkslaun svo í þriðja sinn og þá um 4% og per- sónulaun um 3% og enn 1. septem- ber 1968 hækka launin um 4% og 3,5%. Árið 1969 verða kaupsamn- ingarnir endurskoðaðir ef vísitala framfærslukostnaðar hækkar —- eða lækkar — um 6 stig frá september 1968. Veikindadagar haldast óbreyttir. Samkvæmt samningnum eiga laun- þegar sem unnið hafa 3 ár í sama fyrirtæki rétt á 3 vikum, en eftir 5 ára starf 5 vikum. Eftirvinnuálagið er 50% af dag- launuin fyrstu tvo eftirvinnutímana, síðan 100%. Fyrir sunnudags- og helgidagsvinnu greiðist 100% álag. Ef unninn er sá frídagur vikunn- ar sem hættist við í þesstim samn- ingum er greitt 50% álag fyrir fyrstu 8 tímana, eftir það 100%. Aítonbladet vegnar vel Eins og margir vafalaust muna, varð Stockholms Tidningen, aðal- málgagn sænsku alþýðusamtakanna að hætta útkomu fyrir tveimur ár- um. Kaupendum hlaðsins hafði farið fækkandi og auglýsingatekjur þess minnkað stórlega. Sænska AI- þýðusambandið treysti sér þá ekki lengur til að greiða hallann af rekstri blaðsins. Eina daghlaðið, sem Alþýðusam- bandið gefur nú út í Stokkhólmi, er Aftonhladet. Þvi hefur vegnað mjög vel undanfarið. I nóvember 1966 voru prentuð 368.600 eintök af blaðinu á virkum dögum, 97.800 eintökum meira en í nóvemher 1965. Sunnudagsupplag Aftonbladet hef- ur þó aukizt enn meira á sama tíma, eða úr 298.405 eintökum í 408.405. Velgengni hlaðsins er fyrst og fremst þökkuð góðri fréttaþjónustu. Staersta offsetrotationsvélin A B Printing Equipment i Solna í Svíþjóð hefur selt danska fyrir- tækinu AS/S Uniprint stærstu off- setrotationsvél sem smíðuð hefur verið til þessa. Ilenni er ætlað að prenta ódýrar vasahrotsbækur. Vél- in er 18,5 metrar á lengd og getur prentað 2.250.000 hókasíður á klukkutíma. Verksmiðjuverð henn- ar er um 10 milljónir ísl. króna. ísland átti metið Mörg undanfarin ár liefur at- vinnuleysi stöðugt minnkað í iðn- þróuðum löndum. En í skýrslu frá Alþjóðlegu vinnumálastofnuninni sem gefin var út í byrjun þessa árs segir þetta hafi hreytzt undir lok síðasta árs. Atvinnuleysi óx mikið í Svíþjóð, Bretlandi, Hollandi og V.-Þýzkalandi. Aftur á móti fækk- aði atvinnuleysingjum í Danmörku, Noregi og Bandaríkjunum. 1 árslok 1966 komst tala atvinnu- leysingja í Bretlandi yfir hálfa milljón og liefur ekki verið jafn há frá því í febrúar 1964. í Vestur- Þýzkalandi voru meira en 300.000 manns atvinnulausir í desember 1966. (I fehrúar voru atvinnuleys- ingjarnir orðnir 600.000). Hinsveg- ar fækkaði atvinnuleysingjum í Bandaríkjunum um 300.000 frá nóvember 1965 til jafnlengdar 1966. I nóvember s.l. voru tæplega 10.000 skráðir atvinnulausir í Noregi, en það er lægsta tala, frá því árið 1950, I þessari sömu skýrslu, sem nær til 100 landa, segir að dýrtíð hafi aukizt um allan heim á árinu 1966. í 16 lönduin varð meira en 10% dýrtíðaraukning. — í Suður-Viet- nam og Uruguay rúmlega 60%. í 15 löndum hækkaði verðlagið milli 5 og 10% á árinu. í þeim liópi voru m. a. Island, Danmörk og Svíþjóð. í skýrslunni segir að ísland hafi reyndar átt Evrópumetið í dýrtíðar- aukningu á árinu 1966 — 8,5%! PRENTARINN 45

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.