Litli Bergþór - 01.06.1993, Page 14

Litli Bergþór - 01.06.1993, Page 14
Hestamannafélagið Logi Frá firmakeppnis og reiðskólanefnd Loga. Nefndin stóð fyrir reiðnámskeiði í vetur og byrjaði það helgina 27.-28. mars. íþróttanefnd sýndi málinu áhuga og ákveðið var, að jafnframt því að bjóða uppá námskeið fyrir byrjendur, yrði æft fyrir íþróttakeppni ef áhugi væri nægur. Rósmarie í Geldingarholti var fengin til kennslunnar. Til gamans er hér útdráttur úr auglýsingu fyrir námskeiðið: „Aðaláhersla í námskeiðinu verður íþróttakeppni. Ekki útilokar það þó byrjendur, því skipt verður í hópa, og er öruggt að allirfá það sem þeim hentar. Aœtlað er að námskeiðið taki talsvert langan tíma, svo það komi jafnt þeim að gagni, sem eru að þjálfa hesta sína fyrir vetrarmótið og þeim sem œtla að taka þátt í íþróttamótinu í lok maí n.k. I samráði við þátttakendur á námskeiðinu verður ákveðið hvernig tímasetningu námskeiðsins verður háttað t.d hvort vikanfyrir páskana er hentug þátttakendum eða hvortfólki hentar betur að vera á námskeiðinu um helgar nú eða jafnvel virka daga. Allt verður athugað, og reynt að koma til móts við óskir sem flestra. “ Reyndin varð sú að 21 sótti námskeiðið, þar af voru 14 krakkar 15 ára og yngri. Námskeiðið byrjaði með tveimur skiptum helgina fyrir annað vetrarmótið og varð þannig hvetjandi fyrir þá sem ekki höfðu tekið þátt í fyrsta vetrarmótinu, að koma með í annað sinnið. Síðan var ekkert gert í námskeiðsmálum fyrr en mánuði seinna eða þegar páskar voru liðnir og annir vegna ferminga. Það var þannig hugsað, að þeir sem væru með hesta notuðu tækifærið og færu í páskareiðina til að halda hestum og mönnum í þjálfun. Námskeiðið hélt svo áfram helgina fyrir þriðja vetrarmótið sem var haldið 1. maí. Krakkarnir fengu samtals 4 tíma í reiðkennslu áður en sjálft mótið fór fram. Síðan var haldið áfram strax eftir vetrarmótið og námskeiðinu lokið frá sunnudegi til þriðjudags. Þeir sem áttu lengra að með hesta sína, nýttu sér gjarnan að geyma hestana á Torfastöðum enda slíkt velkomið fyrir alla sem vildu. Það hefur verið mjög gaman að fylgjast með þátttakendum námskeiðsins hvernig þeim hefurfarið fram í reiðmennskunni. Þetta er annað árið sem vetrarnámskeið er haldið. Ljóst er að námskeið á veturna á rétt á sér. En reynslan hefur kennt að ekki er gott að samræma kennslu fyrir krakka og þá sem lengra eru komnir. Því legg ég til að haldið verði áfram á sömu braut, hvað varðar yngri kynslóðina og aðra byrjendur, en íþróttanefndin sjái sjálf um námskeið fyrir íþróttakeppnina. D.K. Frá íþróttanefnd Umf. Bisk. ✓ Urslit í Héraðsmóti drengja í körfubolta réðust ekkifyrr en í síðasta leik, en Þór, Laugdœlir og Garpur hlutu jafn mörg stig og því réði stigahlutfall í innbirðis viðureignum þeirra liða lokastöðunni. Urslit í Héraðsmóti stúlkna í körfubolta 1. sceti Þór 7-1 2. -Laugdælir 7-1 3. - Garpur 7-1 4. - UBH 5-3 5. - Hamar 3-5 6. - Hrunamenn3-5 7. - Hekla 2-6 8. - Bisk. 1-7 9. - Selfoss 1-7 427-274 14 stig. 495-198 14 - 361-208 14 - 402-258 10 - 217-286 6 - 227-288 6 - 195-415 4 - 188-543 2 - 144-241 2 -. 1. sœti Garpur 2. - Laugdælir 3. - UBH 4. - Hrunamenn 5. - Bisk 4-0 92-56 8 stig. 3-1 126- 68 6 - 2-2 96- 67 4 - 1-3 70-84 2 - 0-4 52-176 0 -. Litli - Bergþór 14

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.