Litli Bergþór - 20.06.1995, Blaðsíða 3

Litli Bergþór - 20.06.1995, Blaðsíða 3
Ritstjómargrein Vikurnar sem þetta blað hefur verið í undirbúningi er vorið að koma. Hægt en örugglega víkur veturinn. Snjóa leysir, farfuglar koma hver af öðrum og gróðurinn teygir sig upp úr moldinni. Einn daginn er svo snjór ekki sjáanlegur nema í hæstu fjöllum og á jöklum, loftið ymur af fuglasöng, jörð er algræn og tré laufguð. Sumarið er komið. Þetta gerist á hverju ári, stundum snemma en stundum seint, en alltaf einhvertíma á hörpu eða skerplu. Þó biðin þyki stundum löng, er víst að vagninn sá kemur. Á þessu byggist tilvera flestra á þessu landi og í þessari sveit. En fleira þarf til svo mannlífið verði fagurt og frjótt. Fólk þarf að hafa verðugt viðfangsefni og sómasamlega afkomu. Helsta forsenda þess er blómlegt atvinnulíf. Mikil vonbrigði eru hve illa gengur með rekstur Yleiningar og hve mjög störfum þar hefur fækkað. Flestar greinar landbúnaðar eiga nú í vök að verjast og hætta steðjar að þeim vegna innflutnings. Helsti vaxtarbroddurinn virðist vera í ferðamannaþjónustunni. Ánægjulegur vottur um hann er mikil uppbygging aðstöðu á nokkrum stöðum, svo sem við Geysi og í Úthlíð, og aukin starfsemi í Reykholti. Vonandi veitir þetta vinnu ýmsum þeim er atvinnulausir hafa verið á útmánuðum og einnig skólanemendum sumarvinnu við hæfi. Veigamikill þáttur í blómlegu mannlífi er menningarstarf. Um þessar mundir er sönglífið mest áberandi á þessu sviði. Er það vel við hæfi í sveit sem á ríka sönghefð. Skálholtskór starfar af þrótti, nýr en nafnlaus kór hefur verið stofnaður hér í uppsveitunum, og hefur hann farið inn á nýja braut með því að blanda saman upplestri og söng á skemmtunum. Fallegasti vorgróðurinn í menningarlífinu er samt starf Bamakórs Biskupstungna, sem um sumarkomuna fór í söngför til Danmerkur, og syngur oft hér á heimaslóðum við ýmis tækifæri. Þama er gróður, sem þarf að fá tækifæri til að vaxa og þroskast og auðga hér mannlíf á einn og annan hátt á komandi árum. A. K. vegghleðsluú trjáklippingar, illgresiseyðing o.fl. Utvega allt efni. Tilboð eða tímavinna. Sigurður Gunnar Ásgeirsson garðyrkjufræðingur v Gróðrastöðinni Furubrún Reykholti, Bisk. s. 486-8797 _____________________s. 486-8771 , Litli - Bergþór 3

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.