Litli Bergþór - 20.06.1995, Blaðsíða 34

Litli Bergþór - 20.06.1995, Blaðsíða 34
Frá Hestamannafélaginu Loga Starfsemi Loga hefur verið all mikil í vetur. Fyrsta vetrarmótið var haldið 25. febrúar á vellinum við Torfastaði, annað vetrarmótið var á sama stað 25. mars og það síðasta á vellinum við Hrísholt 29. apríl. Þátttaka var nokkuð góð í fullorðinsflokki en lítil í barna og unglingaflokki. Árshátíð Loga var í Aratungu 11. mars og tókst ágætlega , en alveg hefðum við þegið að sjá fleira fólk á þeirri samkomu, því það var með færra móti. Aðalfundur Loga var í Aratungu 12. apríl s.l. Þar var samþykkt að byggja hesthús á svæðinu við Hrísholt og er búið að velja húsinu stað. Kosin var byggingarnefnd og er hún tekin til starfa. Teikningar af hesthúsinu sem er ca.170 ferm. hannaði Hákon Gunnlaugsson. Fyrirhugað er að halda reiðnámskeið á Hrísholti í júní ef næg þátttaka fæst. íþróttamót Loga og Trausta var haldið við Hrísholt 27. maí s.l. Vetrarmót Loga 1995 Úrslit Fullorðnir: Barnaflokkur: Nafn Hestur Samtals Nafn Hestur Samtals 1 .sæti Knútur Ármann Askja 7v. 25 stig 1 .sæti Björt Ólafsdóttir Magna 8v. 19 stig 2. - Jóhann B.Guðmundss. Toppur 7v. 24 stig 2. - Eldur Ólafsson Framar 9v. 19 stig 3. - Ólafur Einarsson Hörn 6v. 18 stig 3. - Valgeir Þorsteinsson Nasi 9v. 18 stig 4. - Fannar Ólafsson Agni 8v. 13 stig 4. - Frlða Helgadóttir Vinur 10 v. 9 stig 5. - Ólafur Einarsson Eldjárn 11v. 10 stig Unglingaflokkur: 6. - María Þórarinsdóttir Tlgull 5v. 9 stig 1 .sæti Böðvar Stefánsson Glói 7v. 29 stig 7. - María Þóarinsdóttir Garpur 7 v. 8 stig 2. - Aðalbjörg Aðalsteinsd Þengill 7v. 24 stig 8. - Guðmundur Grétarsson Hekla 5v. 8 stig 3. - Berglind Þorkelsdóttir Hávaröv. 17 stig 9. - Llney Kristinsdóttir Hrlmnir 6v. 8 stig 4 - Þórey Helgadóttir Spenna 5v. 14 stig 10 .- Njörður Jónsson Blær 8v. 8 stig 5. - Bergþóra Benediktsd. Skuggi 13 v. 10 stig Fréttatilkynning frá Reykholti í Biskupstungum Sundlaugin í Reykholti í Biskupstungum var opnuð nýlega eftir verulegar endurbætur. Skipt var um allar sturtur og blöndunartæki og þær breytingar gerðar að nú er kalt vatn hitað með forhitara. Öll handrið voru endurnýjuð og sett nytt gólf og veggefni. Reykholtslaug er 25 x 8 metrar, þar er vatnsrennibraut, heitur pottur, gufubað, ljósabekkur og hægt að panta nudd. Opnunartími í sumar er frá kl. 10:00 til 22:00 alla daga vikunnar. I félagsheimilinu Aratungu í Reykholti hefur verið opnað veitingahús með vínveitingaleyfi. þar verður opið fyrir einstaklinga og hópa allan daginn í sumar og boðið upp á fjölbreyttar veitingar. f Aratungu er hægt að halda veislur og einkasamkvæmi eða panta veislumat heim. Matreiðslumeistari er Jón K. B. Sigfússon. Ferðaþjónustan í Reykholti hefur nú verið sameinuð undir einn hatt þ.e. Aratunga, farfuglaheimilið, sundlaugin og tjaldsvæðið. Töluvert er um bókanir í sumar, eru það ættarmót og ýmsir hópar íslenskir og erlendir. Bókanir fyrir alla þessa staði eru í síma 486 8810 og 486 8811. V________________________________________________________________________________________________J RAFTAK Eyravegi49 - 800Selfoss - Sími 482 1851 - Fax 482 3586 Raflagnir - Raftækjaþjónusta - Teikningar Litli - Bergþór 34

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.