Litli Bergþór - 20.06.1995, Blaðsíða 9

Litli Bergþór - 20.06.1995, Blaðsíða 9
Skólablað Þau tíðindi gerðust ífebrúar síðastliðin að út kom skólablað Reykholtsskóla. Nefnist blaðið Nýir Tímar og er undir ritstjórn Stefáns Olafssonar á Syðri Reykjum. Hefur hann góðfúslega gefið leyfi til að birta viðtal við Gísla Einarsson og nokkur Ijóð úr blaðinu. Ljóð Gott þjóðfélag Ég horfi út um brotinn gluggann a hús nágrannanns. Nýbökuð ekkjan sötrar te með uppgerðar sorgarsvip a andlitinu en í huganum glottir hún yfir olllum milljónunum sem hun ertði eftir mann sinn ofurstann sem smyg vopnum til fasitiskra hryðjuverkasamtaka fyrir stor fe. Og ég horfi inn í tómann isskapinn og á ekki fyrir mat. Stríð og friður Stríð hvað er það? Geðveiki, geðveiki sem hgair halfan heiminn, og hinn helmingunnn ... líður fyrir það. Friður fjarlægur draumur. Ég boða frið, það er hlegið að mer. þú berst í stríði, þú ... þu ert sagður hetja hinn vitiborni maður, kjaftæðil! Bosnía, Vietnam, Rwanda eru merki um það. Árgerð 57 Ég er gamall og þreyttur og ryðga útí rigningunni á miðri grasflöt hjá elliærum Prestley aðdáanda lenqst uppí sveit. Sauðdrukknir fylliraftar hafa rifið allt fína leðrið úr sætunum, og brotið Ég'e?Cadilac árgerð 1957. Strefán Ólafsson á bryggju í Portúgal. Viðtal við Gísla Einarsson oddvita Biskupstugnahrepps. Hvernig Ifður þér þegar þú ertbúinn að vera oddviti svona lengi? Nú mér líður bara vel þegar hlutirnir ganga vel, og illa þegar verr gengur. Hvað fannstþér einkenna kosningabaráttuna í fyrra? Ég er ekki hrifinn af listakosningun í svona litlu sveitarfélagi, hún sundrar frekar en sameinar. Hvernig finnst þér að starfa með Kvennalistakonum og sósfallistum í sveitarstjórn? Það er gott að starfa með góðu fólki óháð því hvaða flokk það styður. Hvernig líður þér við störf hér í Aratungu, finnst þér vinnuaðstaðan nógu góð? Hún er ágæt, það er svolítið þröngt um starfsfólkið, en ég hef það alveg ágætt á skrifstofunni minni. Það er verið að endurskipuleggja efri hæð Aratungu, húsvarðaríbúðin verður lögð niður og bókasafnið sameinast skólabókasafninu. Hefur þú hugsað þér að bjóða þig fram til Alþingis, eða ætlarþú að setjast íhelgan stein? Ég hef aldrei hugsað mér að bjóða mig fram til þings, og með það að hætta... þá er ég ekkert farinn að hugsa um það. Ég er ekki viss hvort ég verð til þá. l//ó þökkum Gísla kærlega fyrir vingjarnlegar móttökur. (Georg, Stefán, Ævar og Rúnar) Skop Það var einu sinn i Bandaríkjamaður, Kínverji og Stokkseyringur. Svo heyrðist: bla bla bla.. Þá litu Kínverjinn og Stokkseyringurinn á Bandaríkjamanninn og sögðu í kór. Hvað var þetta? Þá sagði Bandaríkjamaðurinn Þetta? Ég er með rafmagn í litlafingri og get talað hvert á land sem er. Svo leið smá stund. Þá heyrðist ching cjung sjing þá sögðu Bandaríkjamaðurinn og Stokkseyringurinn: „Hvað var þetta“? Þá sagði Kínverjinn. „Ég er með rafmagn í tönninni og get talað hvert á land sem er“. Svo liðu nokkrar mínútur. Þá heyrðist PRUMP og Bandaríkjamaðurinn og Kínverjinn sögðu: „Hvað var nú þetta“?!! Þá sagði Stokkeyringurinn: „Eh .. ég var að fá fax“. Litli - Bergþór 9

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.