Litli Bergþór - 20.06.1995, Blaðsíða 19

Litli Bergþór - 20.06.1995, Blaðsíða 19
Biskupstungnaafréttur frh. 2.000 til 2.500 lömb. Eðlilegt er að spurt sé hvers vegna farið er með þetta fé í afrétt. Eiga þessar kindur svo mikið erindi þarna inn á auðnina að það sé kostnaðarins og fyrirhafnarinnar virði ? Ljóst er að fólk lítur þetta svæði æði misjöfnum augum með tilliti til gróðurfars. Mörgum finnst þetta eintóm auðn, enda sést lítið annað en grjót, þegar ekið er eftir Kjalvegi afréttinn endilangan. Til er gamansaga, sem lýsir vel þessari afstöðu. Einhverntíma komu danskir ferðamenn að þar sem verið var að reka fé inn á afrétt. Sagt er að þeir hafi bent á féð og spurt: „Spiser de stene?" í framhaldi af þessu hafa sumir kallað fé í afrétti steinbíta. En fjáreigendurnir líta öðruvísi á. Þeir muna fremur eftir gróðursælum stöðum á afréttinum en auðnum, enda er þeirra sýn í leitum ólík vegaferðamannsins. Rökum fjárbænda og annarra heimamanna fyrir því að nota afréttinn til sauðfjárbeitar eru aðallega af þrennum toga: 1. Bændur sem nota afréttinn telja það hagkvæmt. Sumir búa með það margt fé miðað við jarðarstærð að þeir þurfa að létta beit af heimahögum hluta af sumri. Kostnaður bóndans er að vísu nokkur. Dæmi má taka af 300 kinda búi, þar sem farið er tæplega 2/3 hluta fjárins í afrétt. Ef hann flytur féð á bíl og fer með það inn fyrir Hvítá eru það þrjár ferðir á kr. 12.000,- hver. Fjallskil hans af fénu eru kr. 150,- á vetrarfóðraða kind. Fari hann ekki með fé í afrétt fær hann 25 % afslátt af fjallskilunum. Sparnaður hans yrði því flutningurinn kr. 36.000,- og afsláttur af fjallskilum kr. 11.250,- eða samtals kr. 47.250,- eða 157,50 kr. á kind. Til að greiða þennan mismun þarf hann að fá að meðaltali um 1 kg meira undan hverri vetrarfóðraðri kind þó viðbótin þurfi að fara til útflutnings. Að sjálfsögðu byggist þetta að hluta til á að þeir sem ekki fara með fé í afrétt greiða allmikið til smölunar afréttarins. Fjáreigendurnir þurfa að greiða 75 % af fjallskilum og greiða þarf 0,79 % af fasteignamati jarða nema garðyrkju- og smábýla í fjallskil. Sparnaðurinn yrði því töluvert meiri, eða um 280,- kr. á kind, ef bændur hættu alveg að nota afréttinn og þyrftu engan kostnað að bera af fjallskilum. 2. Önnur rök sem stuðla að notkun afréttarins eru þau að með sumarbeitinni og því sem henni fylgir sé sveitin að tryggja það að hún haldi umráðarétti yfir þessu landi. Margir óttast að ef ITTT Fjallmennirnir Ingvar Jóhannsson og Einar Gíslason tilbúnir í leit í Hvítárnes. hætt verður að nýta landið muni ríkisvaldið eiga auðveldara með að ná því undir sín yfirráð. Þetta sjónarmið mun hafa verulega áhrif á ákvarðanir varðandi skiptingu kostnaðar við nýtingu afréttarins 3. Þriðja atriðið, sem stuðlar að fastheldni við beit í afrétti, er verst að höndla sem rök, og utanaðkomandi eiga vafalaust erfiðast með að skilja. Þetta eru þau tilfinningalegu tengsl, sem heimafólk er í við þetta land. Á vissan hátt stuðlar þetta að lækkun kostnaðar við nýtingu, þar sem í krafti þessarartilfinningar þarf ekki að launa fjallmenn sem neinu nemur, og bændur líta á vinnu sína við að fara með fé til fjalls og leitir fremur sem frí en starf. Þessi tilfinning verður þó aldrei reiknuð Var einhver að tal um afmæli í júlí? Ekki hefur mér verið boðið. Ur forðagæsluskýrslu: Fénaður og fóður í Biskupstungum í vetrarbyrjun 1994. Mjólkurkýr 733 Lambhrútar 85 Gyltur 132 Holdakýr 17 Hestar 437 Geltir 6 Kvígur 371 Hryssur 448 Grísir 1384 Geldneyti 228 Tryppi 376 Þurrhey 30858 m3 Kálfar 270 Folöld 164 Vothey 27860 m3 Ær 3782 Varphænur 120 Fóðure. alls4.129.255 Hrútar 127 Ungar 7 Fóðurþörf 3.167.320 Lambgimbrar 842 Endur 4 Kom 17,2 tonn Geitur 12 út eða sýnt fram á hana með rökum. Hún sést sem blik í augum fjallmannsins, hressileika í framkomu þess, sem er á leið til fjalla, og hljómnum í rödd þess sem greinir frá minningum úr fjallferðum. Litli - Bergþór 19

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.