Litli Bergþór - 20.06.1995, Síða 13

Litli Bergþór - 20.06.1995, Síða 13
Frá Skálholtskómum Það hefur verið í nógu að snúast hjá kórfélögum í vetur eins og endranær. I lok sumars kom kórinn saman og söng við jarðaför í Torfastaðakirkju. Æfingar hófust reglulega eftir réttir og söng kórinn í tveimur brúðkaupum í október, annað í Skálholtskirkju en hitt í Selfosskirkju. Fyrsta sunnudag í aðventu söng kórinn ásamt Bamakór Biskupstungna við messu í Skálholti. Arlegt aðventukvöld kórsins var 18. des. í Skálholti að vanda. Þar komu fram auk Skálholtskórs, Bamaskór Biskupstungna og hljóðfæraleikarar. Sr. Sigurður Sigurðarson flutti hugvekju. Hátíðarmessa var sungin á jóladag í Skálholti. í janúar var sungið við tvær jarðarfarir, aðra í Bræðratungu en hina í Skálholti. I mars fengum við Margréti Bóasdóttur til að teygja á raddböndum kórfélaga og liðka okkur sönglega séð. Það sem af er vorannar hefur kórinn sungið allur eða að hluta við 10 messur. Ber þar hæst messu á pálmasunnudag, er við tókum á móti Sinfóníuhljómsveit áhugamanna og sungum við þeirra undirleik og einsöng Margrétar Bóasdóttur í Skálholtskirkju. Samstarf þetta tókst með ágætum og em líkur á frekara samstarfi að ári. í lok apríl og maí hafa verið þrjár fermingar í Haukadal með þátttöku kórfélaga og verður fjórða fermingin á hvítasunnudag í Skálholti. 20. maí sl. hélt kórinn sína árlegu vortónleika í Aratungu. Fengum við til liðs við okkur kirkjukór Hábæjarkirkju úr Þykkvabænum og kór Víðistaðarsóknar úr Hafnarfirði. Eftir vel heppnaða tónleika með ýmsum uppákomum var dansað fram eftir nóttu. Er það mál manna að vel hafi tekist til og mun ágóði af skemmtuninni kr. 18.000,- renna til ofnakaupa í eldhúsið í Aratungu. Framundan er svo stutt sumarfrí og hefjast æfingar að fullu í lok júní vegna Skálholtshátíðar. Viljum við að lokum þakka velunnurum kórsins ánægjulegar samverustundir í vetur. Gleðilegt sumar. Stjóm Skálholtskórs. Kvenfélagsfréttir Starfið hjá Kvenfélaginu hefur verið með nokkuð hefðbundnum hætti þennan vetur. Sl. haust var ákveðið að bregða út af vananum. Hér á árum áður hélt Kvenfélagið sína árshátíð eins og aðrir en einhverra hluta vegna féll hún út af dagskrá. Hugmyndin var að endurvekja þessa hátíð í einhverri mynd. Akveðið var að bjóða þrem nágranna kvenfélögum og skyldi samkoman vera opin öllu Tungnafólki. Undirtektir voru mjög góðar og ekki var betur séð en þessi blanda félli í góðan jarðveg. Það virðist því miður vera sammerkt með flestum ef ekki öllum félögum hér í sveit, að undirtektir eru dræmar í hinu hefðbundna félagsstarfi. Hvað er þá til ráða? Eigum við að leggja upp laupana, hvert félagið á eftir öðru? Nei að mínu mati og margra annarra eigum við að sameina krafta okkar þar sem það á við. Ef vel yrði að þeirri samvinnu staðið, tel ég að það myndi einungis styrkja félögin og efla hvert á sínu sviði. Gróðurreiturinn okkar við Spóastaði hefur tekið miklum framförum frá því að fyrstu plöntumar voru gróðursettar þar. Er það að þakka natni þeirra sem hafa verið óþreytandi, ár hvert, að hlúa að þeiin gróðri sem fyrir er og gróðursetja nýjar plöntur. Meðfylgjandi mynd var tekin síðast liðið vor. Þá voru gróðursettar trjáplöntur sem félaginu vom gefnar til minningar um Kristínu Sigurðardóttur í Víðigerði. Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem hafa lagt okkur lið og stutt okkur í starfi. Með ósk um gott og gjöfult sumar. F.h. Kvenfélags Biskupstungna, Margrét Baldursdóttir, Litli - Bergþór 13

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.