Litli Bergþór - 20.06.1995, Blaðsíða 6

Litli Bergþór - 20.06.1995, Blaðsíða 6
Hreppsœfhdarfréttir Hreppsnefndarfundur 13. desember 1994. Sigurgeir Skúlason kom á fundinn. Hann kynnti örnefnaskráningu á loftmyndir sem hann vinnurað. Sigurgeir vinnur að örnefnakortum víða um land og býðst til að taka að sér kortagerð í Tungunum. Gísla og Sveini falið að kanna málið og ráða mann til undirbúnings. Kynntar nýjar snjómokstursreglur Vegagerðarinnar. Ferðamálaráð íslands kynnir útgáfu handbókar um ferðaþjónustu. Erindinu vísað til Ferðamálafélags Biskupstungna. Lagt fram bréf frá Dýralæknafélaginu um verkefni dýralækna. Borist hefur ósk frá Sigurði Sigurðarsyni dýralækni á Keldum um að skipuð verði riðunefnd í hreppnum. Hreppsnefnd samþykkir að fjallskilanefnd verði falið verkefni riðunefndar. Borist hefur kauptilboð Þórs Sigurbjörnssonar kaupanda að 25,57 ha spildu úr landi Efri-Reykja af Skógræktarfélagi íslands. Lagt fram bréf dags. 9. 12. 1994 undirritað af Ólafi Björnssyni hdl. f.h. Gunnars Ingvarssonar þar sem hann fer fram að Biskupstungnahreppur neyti forkaupsréttar að umræddri spildu skv. mati sbr. ákvæði jarðalaga. Hreppsnefnd samþykkir að neyta ekki forkaupsréttar. Borist hefur kauptilboð þar sem Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir gera tilboð í Garðyrkjustöðina Friðheima. Hreppsnefnd samþykkir að neyta ekki forkaupsréttar. Ákveðið var að sækja um styrk til Ferðamálaráðs vegna göngustígagerðar við Reykholt og Laugarás. Gísla og Sveini falið að fylgja málinu eftir. Hreppsráðsfundur 3. janúar 1995. Lagður fram kostnaðarreikningur vegna fundarhalda nefnda 1994. Heildarkostnaður er skv. þessum útreikningi rétt rúmar kr. 1.000.000,- að viðbættu tryggingagjaldi. Hreppsráð samþykkir að endurskoðun verði gerð á nefndarlaunum vegna fjárhagsársins 1995. Bílastæði við Geysi, bréf dags. 22. desember 1994. Hreppsráð samþykkir að oddviti vinni áfram að framgangi málsins. Bréf stjórnar Yleiningar þar sem tilkynnt er um uppsögn á 15 starfsmönnum fyrirtækisins vegna róttækrar endurskipulagningar á rekstri og efnahag fyrirtækisins. Lögð fram atvinnuleysisskráning frá 31. desember 1994 þar sem 19 manns eru skráðir, 16 konur og 3 karlar. Lagður fram skuldalisti v/mötuneytis skóla og leikskólagjalda. Alls nema þessar skuldir um kr. 1.000.000,- Samþykkt að bjóða starfsfólki hreppsins í mat á þrettándafagnað í Aratungu. Rekstrarstjóri annist framkvæmd hátíðarinnar. Hreppsnefndarfundur 10.1.1995. Bókun: Hreppsnefnd Biskupstungnahrepps ógnar sú útbreiðsla sem átt hefur sér stað á ýmiss konar eftirliti með starfsemi einstaklinga og fyrirtækja. Hreppsnefnd telur að nauðsyn beri til að allt eftirlit með starfsemi manna af opinberri hálfu þurfi að vera virkt, öflugt og samræmt. Nefndin hvetur til að sem fyrst verði tekið á málum því búast má við að fleiri eftirlitsstofnanir komi til í náinni framtíð haldi hér fram sem horfir þar sem skoðun á verkefnum verður enn meiri en nú er. Eftirfarandi eftirlit á sér nú stað með hefðbundnum búskap: Fóðureftirlit, heilbrigðiseftirlit dýraiækna, mjólkureftirlit, byggingaeftirlit, vinnueftirlit, rafmagnseftirlit, eftirlit með umhverfi á vegum búnaðarfélaga, hundaeftirlit og matvælaeftirlit. Bréf Skipulags ríkisins um umhverfismat vegna lagningar vegar um nýja brú á Hvítá lagt fram ásamt greinargerð frá Vegagerðinni. Hreppsnefnd fagnar þeirri þróun sem er á þessum málum og samþykkir án athugasemda. íbúaskrá Biskupstungna lögð fram og yfirfarin. Karlar eru 285 en konur 240, samtals 525. Sigurður Sigurðarson vígslubiskup og kona hans Arndís Jónsdóttir komu á fundinn. Víglsubiskup fjallaði um málefni Skálholtsstaðar og fyrirhugaðar framkvæmdir á staðnum. Hreppsráðsfundur 24. janúar 1995. Bréf frá lánasjóði sveitarfélaga þar sem kynntur er umsóknarfrestur og lánakjör, lána fyrir árið 1995. Ákveðið að senda inn umsókn um lán úr sjóðnum a.m.k. að upphæð kr. 6.000.000,- til skuldbreytinga. Hreppsráðsfundur 13. febrúar 1995. Framhald vinnu vegna fjárhagsáætlunar 1995. Eftirfarandi tillögur oddvita samþykktar: Að Ijósabúnaður komi á rekstrarreikning Aratungu. Að Barnakór Biskupstungna fái í rekstrarstyrk venga 1995 kr. 50.000,- og í sérstakan ferðastyrk kr. 200.000,- (vegna Danmerkurferðar). Að kr. 500.000,- verði lagðar til viðhalds fjárréttanna. Hreppsnefndarfundur 14. febrúar 1995. Ákveðið að álagning fasteignagjaida verði óbreytt frá fyrra ári, álagning á A-flokk verði 0,5% og álagning á B-flokk verði 1,0% af fasteignamati. Lagt fram bréf dags. 12.1. '95 undirritað af Ingimundi Einarssyni. Bréfið varðar viðhald á framræsluskurðum í landi Laugaráss. Oddvita falið að svara bréfinu og skýra málið. Litli - Bergþór 6

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.