Litli Bergþór - 20.06.1995, Blaðsíða 14

Litli Bergþór - 20.06.1995, Blaðsíða 14
Biskupstungnaafréttur Eftir Amór Karlsson. Erindi flutt á ráðstefnu í Aratungu 24. mars 1995. Aðfari. Tignarlegt, formfagurt og svipmikið stendur það eins og útvörður byggðarinnar í Biskupstungum í norðri. Bláfell er á afréttinum sunnanverðum og lokar sýn að sunnan til innri hlutans og innan þess sést ekki til byggðar. Nær 1000 ár eru liðin síðan kona nokkur taldi það kost, þar sem hún vildi ekki horfa yfir kristna byggð. Hrefna hét hún og er ein af þjóðsagnarpersónunum, sem tengdar eru við Bláfell. Ótengd henni var Hallgerður, sem átti orðastað við Ólaf muð, er sendur var að norðan til að fá upplýsingar um hvenær jólin væru. Hún bað honum fararheilla vegna þess að hann ávarpaði hana blíðlega en gaf mönnunum jafnframt áminningu um að minnast betur velgjörðarmanna sinna. „Ekki hefðum við tröllin gleymt fæðingardegi Krists ef hann hefði gert eins mikið fyrir okkur og þið mennirnir segið hann hafa gert fyrir ykkur.“ Bláfell. Þekktasti vætturinn í Bláfelli er Bergþór risi. Hann setti ekki fyrir sig eins og kona hans, Hrefna, að búa þar þó byggðamenn kristnuðust, en notaði ýmis tækifæri til að gefa þeim heilræði. Ströng áminnig um að veita þeim vel er beina þurfa að þiggja felst í fyrirmælum um að hafa jafnan sýru í kerinu, sem hann klappaði í bergið á Bergsstöðum, og legstaðurinn sem hann valdi sér þar sem heyrist bæði árniður og klukknahljómur bendir okkur á að njóta bæði þess sem íslenskt er og það sem okkur er flutt úr fjarlægð. Fyrir þá er lifa vilja á landsins gæðum er þó táknmyndin áhrifaríkust af laufblöðunum, sem breyttust í gullpeninga af því þau voru hirt og borin áleiðis til byggða. Lega og eignarhald. Biskupstungnaafréttur er stór og landslag og gróðurfar með ýmsu móti. Syðsti hlutinn er um það bil jafn sunnarlega og Gullfoss og nyrsti hluti álíka norðarlega og Hveravellir. Loftlína þarna á milli er nær 70 km. Breiddin er hins vegar víðast lítil, eða frá nokkrum km upp í um 30 ef mælt er að jöklum. Til að vera með þægilegar tölur má segja að heildarflatarmál á landi, sem ekki er undir jökli, sé nær 1000 ferkílómetrar eða 1 % af heildarflatarmáli íslands. Landið er lægst syðst og er dálítill blettur í innan við 200 m hæð y. s. Mikill hluti af landinu sunnan við Bláfell er í 200 til 300 m hæð. í kringum Bláfell hækkar það í yfir 400 m og er hluti landsins fyrir innan það milli 400 og 500 m, hluti milli 500 og Hrútfell. 600 og nokkuð af flatlendi á Kili er yfir 600 m y. s. Yfir gnæfa svo fjöllin, Hrútfell hæst 1410 m og Bláfell 1204 m y. s. Gróðurfar er á ýmsa vegu. Syðst eru til valllendisblettir með þéttu og uppskerumiklu grasi, mýrar og holt með mismunandi miklum gróðri. Eftir því sem landið hækkar og það liggur verr við kaldri norðanáttinni verður gróðurinn gisnari, og á stórum svæðum virðist hann í fljótu bragði enginn, en með gaumgæfni má þó víðast finna einhverjar plöntur, þar sem ekki er hreyfing á jarðvegi. í skjólsælum lautum og hlíðum móti suðri er gróðurinn blómlegur einkum á hlýjum og rökum sumrum. Víða fýkur mold úr börðum og moldum þegar þurrir vindar blása um auða jörð. Annars staðar hefur gróður þakið land á síðustu áratugum, svo sem í Nýgræði skammt vestur af Gullfossi. Árnar Sandá og Hvítá skipta afréttinum í þrjá hluta. Syðsti hlutinn eru Hólahagar og Tunguheiði. Litli - Bergþór 14

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.