Litli Bergþór - 20.06.1995, Blaðsíða 30

Litli Bergþór - 20.06.1995, Blaðsíða 30
Bamakór Biskupstungna frh... Danmerkurferð, kórakeppni. Þama vorum við leidd í gegnum hallargarðinn og sýnt hið foma höfðingjasetur og fylltust allir lotningu enda byggingarnar fallegar og garðurinn stór og virðulegur. Ekki þótti bömunum minna ánægjulegt að leika sér við danska jafnaldra og voru tengsl fljót að myndast milli íslenskra og danskra bama og ekki að sjá að tungumál hömluðu leik. 8. eða 9. bekkur skólans ætlar að heimsækja Island í byrjun október n.k. og kom í ljós í viðtölum við kennara að þau ætla að koma í Biskupstungur og skoða Geysi og Gullfoss. Okkur talaðist svo til að Ijúft væri að efla tengslin milli Reykholtsskóla og Friskolen og sáum við ekkert því til fyrirstöðu að þau heimsæktu Reykholtsskóla þegar þau kæmu til íslands enda sýndu þau því mikinn áhuga. Þau fengu póstfang Reykholtsskóla og því er líklegt að þau skrifi til skólans af þessu tilefni. Eftir ferðina í Friskolen fórum við í smá ferð um vestasta hluta Sjálands. Hilmar vildi endilega að við færum á ströndina og það varð niðurstaðan. Var nú ekið sem leið lá vestur Rösnæs, vestasta tanga Sjálands. Þar var farið í fjöruferð, sumir óðu svolítið, og aðrir týndu steina og höfðu með sér. Veðrið var eins og best var á kosið og mjög gaman að vera í því frelsi sem útiveran bauð uppá. Þegar við komum til baka í skólann okkar þurftum við að taka dótið okkar saman og flytja okkur um stofu, skólann á enda. Það tók svolítið á, en hafðist að lokum, en kosturinn við nýju skólastofuna var að úr henni var hægt að komast beint út á skólalóðina að leiktækjum og skógarrjóðri sem naut mikilla hylli okkar bama. Nú náði leikurinn yfirhöndinni og allir hömuðust léttklæddir og hressir. Aðal erfiði okkar mæðra var að passa að bömunum yrði ekki kalt því veðrið var svo gott að þau vildu helst tína af sér allar spjarir, en nú var áríðandi að enginn fengi kvef rétt fyrir keppnina. Nú var tilbúinn kvöldmatur og höfðum við passað að vera ekki að gefa börnunum of mikið að borða rétt fyrir kvöldmat eins og við brenndum okkur á daginn áður en þá vöruðum okkur ekki á hve snemma maturinn var borinn fram. Þegar kvöldmaturinn var borinn fram datt algerlega af okkur andlitið. Þama vorum við í Danmörku, stolti matargerðar, og inn komu hermenn með 100 ef ekki 200 lítra potta sem í var mikil kássa. Svo var komið með brauðkörfu sem í voru Dansinn œfður: Efri mynd: Guðny Rut, Ragnheiður, Kristrún, Valgerður, Kristín, Droplaug, og Osk sitja á leiksviðinu. Björt og Eldur á neðri mynd. allavega 100 brauð og þessu var skellt á mitt borð. Böm og fullorðnir fengu svo slettu af kássu og brauð með á djúpan pappadisk og einn plastgaffall með. Ekki var að svo stöddu gerð nein athugasemd um gæði eða fegurð matarins enda vildum við ekki innræta bömunum annað en þakklæti og góða siði en ekki gátum við orða bundist eftir á, og var samdóma álit okkar foreldra að ris Dana hefði verið lítið í þessari matargerð. Um kvöldið var opnunarathöfn kórakeppninnar. Fyrst lék hljómsveit, síðan voru haldnar ræður, menningarmálaráðherra og borgarstjóri Kalundborgar gerðu það. Að lokum var æfing á tónverki samið af Flemming Christian Hansen, fyrir kórahátíðina, við ljóð eftir Gustaf Munch-Petersen og heitir „Dansinn" (the dance). Allir þátttakendur kórakeppninnar tóku þátt í að flytja þetta kórverk en fyrst varð að samæfa það og tók það tæpar tvær klukkustundir. Ekki höfðu allir úthald svo lengi og því voru minnstu keppendurnir orðnir ansi þreyttir og drifum við alla beint í háttinn enda átti að hefja keppnina strax eftir hádegið daginn eftir, en við vorum 2. kór sem söng í keppninni. Laugardagur 22. apríl. Þá var runninn upp aðal dagurinn í Kalundborg. Okkur hafði verið sagt að koma í morgunmat mjög snemma með bömin en við gátum ekki fengið af okkur að vekja þau úr því að þau gátu sofið. Morgunmaturinn var því ekki borðaður fyrr en kl. 9.00 og mikill handagangur í öskjunni enda var verið að loka magunvaðarafgieiðslunnL Næst lá fyrir að æfa inngöngu inn á sviðið og hljóðnemar voru stilltir. Svo var bara að fara til baka í skólastofuna okkar og reyna að hvfla alla. Það var erfitt verk enda orkan mikil og veðrið mjög gott og freistandi fyrir unga fólkið. -4 Spennan jókst jafnt og þétt, kórbúningar voru straujaðir og hár bamanna greitt og fegrað. Stóra stundin rann upp. Kórakeppnin byrjaði stundvíslega kl. 13:00 og við vorum annar kórinn. Innkoma bamanna kom öllum á óvart, en þau komu syngjandi í rökkrinu inn í salinn og sungu alla leið upp á svið. Bamakór Biskupstungna naut sérstaklegrar athygli á kóramótinu vegna aldurs síns en meðlimir hans vom lang yngstir af þátttakendunum í Kalundborg. Þau vöktu líka aðdáun Litli - Bergþór 30

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.