Litli Bergþór - 01.04.1998, Blaðsíða 3

Litli Bergþór - 01.04.1998, Blaðsíða 3
Ritstjómargrein „Hinn fyrsta sumardag 1908 varfundur haldinn að Vatnsleysu í Biskupstungum. Var það að tilhlutan „Málfundarfélags Ytritungumanna“, og skyldi ræða stofnun ungmennafélags ísveitinni. Veður var kalt og mættu þvífáir - um 30 alls. Þorsteinn kennari Finnbogason setti fundinn og nefiidi fundarstjóra Þorfinn Þórarinsson búfræðing á Drumboddsstöðum en hann aftur skrifara Jóhannes Erlendsson organista á Torfastöðum. “ Þannig hefst fundargerð stofnfundar Ungmennafélags Biskupstungna og þar með saga þess, sem um þessar mundir er orðin 90 ára löng. Félagið hefur á þessum tíma staðið af sér allar þær geysilegu breytingar, sem orðið hafa á öllum ytri aðstæðum. Við upphaf þess voru hestarnir einu samgöngutækin og fólk hafði ekki möguleika á samskiptum við aðra nema með því að hittast eða senda bréf á milli. Nánast einu samkomurnar voru messur og hreppsfundir. Fólkið sem stóð að stofnun Ungmennafélagsins hafði mikla þörf fyrir einhvem vettvang, þar sem það gat rætt hugðarefni sín, skemmt sér og látið ýmislegt gott af sér leiða. Fundargerðir og starfsskýrslur frá fyrstu starfsárunum sýna glöggt hversu mikill grundvöllur var fyrir félagsstofnuninni og þann kraft, sem var í starfinu. A hverju ári em haldnir 4 til 7 fundir, og sækja þá jafnan 10 til 30 félagar. Auk félagsmála eru hin fjölbreytilegustu mál tekin þar til umræðu. Má nefna dýravernd, ættjarðarást, tóvinnuvélar á Reykjafossi, starfsval, bóklestur, tollamál, ættarnöfn, þegnskylduvinna, helgidagavinna, meðhöndlun fjármuna, aðflutningsbann á áfengi, kvenréttindi, ísland sem ferðamannaland, fánamál, fólksflutningar, bygging skólahúss, hugsjónir æskumannsins og altarisganga. Á fundunum er lesið úr Baldri, handskrifuðu félagsblaði, og einnig var oftast sungið og dansað. Skemmtanir voru haldnar með leiksýningum, upplestrum, ræðum, söng og dansi. Félagið beitti sér fyrir að gera sundlaug og var ungu fólki kennt að synda í henni. Á sumrin var farið í skemmtiferðir og stundum flutt erindi í áningastöðum. Fljótlega er farið að vinna að trjárækt, og eru fyrst aldar upp plöntur í reitnum í hlíðinni sunnan við Vatnsleysu til að flytja í skrúðgarða heima við bæina. Félagið beitti sér oft fyrir ýmiskonar hjálp við þá, sem áttu í erfiðleikum, efnt var til samskota á fundi til að styðja bónda, sem misst hafði kú og voru honum gefnar 28,- kr. og stundum var farið í heyskap, þar sem illa stóð á. Svona var grunnurinn, sem lagður var fyrir allt að 90 árum. Á honum hefur félagsstarfið byggst síðan. Breyttir tímar kalla að sjálfsögðu á aðrar áherslur og ólíkar aðstæður valda því að nýir þættir koma inn í starfið og aðrir hverfa. Nú er starfað að íþróttum, leiklist og skógrækt í sérstökum deildum innan félagsins, og sýnir það áhersluna á þá þætti. Útgáfa félagsblaðs var endurvakin fyrir 18 árum og er þetta blað 55. tölublað þeirrar útgáfu. Hún er að ytri búnaði mjög ólík þeirri, er var nokkuð regluleg hjá félaginu fyrstu 33 árin í formi handskrifaða blaðsins Baldurs. Það er styrkur ungmennafélganna að geta lagað sig að nýjum aðstæðum en stöðugt unnið að sínum höfuðmarkmiðum undir kjörorðunum; Ræktun lands og lýðs - og - Islandi allt-. A.K. Raflagnir - Viðgerðir Tek að mér nýlagnir, hönnun raflagna og alla Sumarbústaðaeigendur athugið að ég sæki almenna rafvirkjavinnu ásamt tækjaviðgerðum. um öll leyfi fyrir heimtaug að Efnissala og varahlutaþjónusta. sumarhúsum og lagningu raflagna. Fljót og góð vinna. Jens Pétur Jóhannsson LÖGGILTUR RAFVERKTAKI Heimasími 486-8845 Verkstæði sími 486-8984 Bílasími 853-7101 Litli - Bergþór 3

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.