Litli Bergþór - 01.04.1998, Side 12

Litli Bergþór - 01.04.1998, Side 12
Stofnun leikskóla í Biskupstungum Hugmynd kviknar. Það var haustið 1986 sem Drífa Kristjánsdóttir hringir í nokkra foreldra og heyrir á þeim, eins og henni finnst vera tilfellið með sitt bam, að böm annarra foreldra vom leið og vilja félagsskap eftir sumarið. Eldri bömin komin í skólann og yngri börnunum leiddist heima (tímar stórfjölskyldunnar liðnir í sveitinni). Þá höfðu fleiri foreldrar fengið þá hugmynd að sniðugt væri að stofna einhverskonar leikskóla. Fyrsti fundur fárra foreldra var haldinn á Torfastöðum hjá Drífu Kristjánsdóttur og var samþykkt að boða til stærri fundar. Á hann mættu Perla Smáradóttir, Hafdís Héðinsdóttir, Jón Þór Þórólfsson, Steinunn Bjarnadóttir, Ólafur Einarsson, Áslaug Sveinbjörnsdóttir, Sigríður Jónína Sigurfinnsdóttir og Oddný Jósepsdóttir. Þar var undirbúin stofnun leikskóla, skoðaðir möguleikar á húsnæði og ákveðið að senda út dreifibréf til allra foreldra í Biskupstungum. Ákveðið var að halda með þeim fund og kanna áhugann hjá fleiri foreldram. Hreppsnefnd var sent bréf 2. október og hún / mars 1987 í Skálholtsbúðum Oskar, Björt, 4ra ára, Bergþóra og Auður 5 ára. látin vita af undirbúningi að stofnun leikskóla. Stofnun. Boðað var til fundar sumarbúðunum í Skálholti kvöld eitt í október 1986 (dagsetning ókunn). Undirbúningsnefnd var þá búin að fá vilyrði fyrir því húsi. Það hentaði ágætlega undir leikskóla, stór salur, eldhús og mörg herbergi. En staðsetningin var ekki góð. Húsið var neðarlega í sveitinni og því langt fyrir marga að fara. Á fundinn Guðbjört og Auður. Höfundur: Sigrún Elfa Reynisdóttir, Engi. mættu mjög margir foreldrar líklega í kringum fjórtán, mest var um að mömmurnar kæmu. Á fundinum kom fram mikill áhugi á að starfrækja leikskóla og markmið hans væri þá aðallega að leyfa börnunum að hitta önnur börn, fá tilbreytingu og kynnast almennu leikskólastarfí svo sem að líma, klippa, mála, föndra, vera í hóp og fleira. Einnig þótti gott að 5 ára börn væru búin að hitta jafnaldra sína áður en þau færu í skólann. Á fundinum var ákveðið að: a) Stofna foreldrarekinn leikskóla b) Sækja um fjárstyrk frá hreppnum c) Girða svœðið d) Kaupa leiktœki e) Foreldrar legðufram stofnfé og vinnu við útisvœði. f) Að öll börn á aldrinum 2-5 ára í sveitinni fái vistun. Haldnir voru fleiri undirbúningsfundir og vinnukvöld og dagar, settar upp hillur, útileiksvæði útbúið og fólk ráðið til starfa. Fenginn var styrkur frá hreppnum, 15.000 kr. á mánuði en gjöld fyrir bam í 3 daga voru 2.000 kr. á mánuði. (Ur bókun hreppsnefndar miðvikudaginn 15. okt. 1986). Ákveðið var að leikskólinn starfaði 3 daga í viku eftir hádegi. Til að spara urðu foreldrar að vinna til skiptis í leikskólanum. Starfsemi og fyrsta starfsfólk Steinunn Bjamadóttir og Helga Pálsdóttir unnu mjög gott starf saman miðað við aðstæður. Steinunn var vön að vinna á leikskóla þó aðeins væri rétt um tvítugt. Hún kunni líka á gítar og gat haldið uppi miklu söngstuði. Helga var fimmtug. Hún hafði kennt myndlist í skólanum af og til. Helga náði vel til bamanna. Hún fór seinna til Svíþjóðar og lærði leikskólafræði í Rudolf Steiner skóla. Hún hætti um miðjan vetur og þá kom Fríða, sem var eldri kona og átti mörg ömmuböm í leikskólanum. Hún varð því kölluð amma í leikskólanum. Engin lærð fóstra fannst í sveitinni. Reynt var að hafa skipulagt starf en leikskólinn starfaði aðeins þrjá daga eftir hádegi. Börnin voru látin fara út eftir hádegi. Lengd útiveru fór eftir veðri. I innitíma var púslað, föndrað, sögustundir, frjáls leikur eða annað. Allir voru með nesti en mjólk fengu krakkamir í leikskólanum. Það var eflaust erfitt bæði fyrir börn og starfsfólk að fá sífellt nýtt foreldri í hverri viku. Það Litli - Bergþór 12

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.