Litli Bergþór - 01.04.1998, Síða 4

Litli Bergþór - 01.04.1998, Síða 4
Frá Ungmennafélaginu Ungmennafélagið í dag og síðustu 10 ár. Sumardaginn fyrsta 1998 verður Ungmennafélag Biskupstungna 90 ára. Á 10 ára fresti minnumst við afmælisins með einhverju móti. Saga félagsins er meiri en svo að hægt sé að skrifa um hana í fáum orðum og fyrir 10 áum var henni gerð góð skil í Litla-Bergþór svo að nú skulum við eingöngu rifja upp síðastliðin 10 ár og skoða stöðuna í dag. Sumardaginn fyrsta árið 1988 var stjóm Umf. Bisk. þannig skipuð: Jens Pétur Jóhannsson Laugarási formaður Þórarinn Þorfinnsson Spóastöðum varaformaður Guðrún Snorradóttir Daltúni ritari Róbert Róbertsson Brún gjaldkeri Bryndís Róbertsdóttir Brún meðstjórnandi. Þessi stjórn sat fram yfir 80 ára afmælið en í afmælisnefnd fyrir þá hátíð voru þau: Arnór Karlsson formaður Sigurður Þorsteinsson Þorfinnur Þórarinsson Sigríður J. Sigurfinnsdóttir Bjarni Kristinsson Jóhanna Róbertsdóttir varam. Miklar breytingar urðu svo í stjóm á aðalfundi vorið 1988. Kjartan Sveinsson Bræðratungu formaður Þorsteinn Bragason Vatnsleysu varaformaður Ingibjörg Sverrisdóttir Akri ritari Róbert Róbertsson Brún gjaldkeri Sigurjón Sœland meðstjórnandi. A aðalfundi 1989 urðu þær breytinga í stjóm að Þorsteinn Bragason hætti sem varaformaður og við því tók Skarphéðinn Pétursson Laugarási. Á haustfundi 1989 kom sú tillaga fram að stjórn félagsins skipaði nefnd til undirbúnings og athugunar á hvort deildarskipta skuli félaginu. Umræðan um deildarskiptingu hafði þá staðið í um tvö ár. Aðalfundur 1990 samþykkti að deildarskipta félaginu í skógræktardeild, íþróttadeild leiklistardeild og eina alsherjadeild yfir hinum þremur sem einnig væri andlit félagsins útávið og í þessari deild væra þeir sem hefðu áhuga að starfa almennt í félaginu. Það má segja að þetta séu nefndir með sér fjárhag. Skiptar skoðanir voru um þessa tillögu eins og búast mátti við en það var einnig rætt að ef þetta gengi ekki væri vel hægt að snúa til baka. En hversvegna deildarskipting? Umræður höfðu verið hjá félagsmönnum að gera eitthvað vegna þeirra óánægju hjá mörgum sem væru að ganga í félagið vegna þess að þeir hefðu eingöngu áhuga á skógrækt, en væru svo settir í sundnefnd, eða öfugt og fannst þá bara betra að vera utanfélags. Einnig voru það fjármálin sem trufluðu. Hvað var gert við gróðan af leikriti ef einhver var? Hann var notaður í starfsemina t.d. laun þjálfara eða kostnað við íþróttamót eins og hafði verið gert síðustu 80 árin. Nú, ef svo átti að setja upp leikrit sem er kostnaðarsamt, þá vantaði fé til að byrja og þá var gengið í sameiginlegan sjóð og íþróttimar fengu minna til sín það árið. Þetta skapaði vissa óánægju sem má segja að leiddi til þessarar deildarskiptingar. Enn í dag átta ámm seinna eru margir efins að þetta sé rétt aðferð og hræddir um að félagið verði ekki sem ein heild á eftir og er margt til í því en með góðri stjóm og jákvæðu hugarfari félagsmanna ætti það að vera óþarfa hræðsla. Fyrst stjóm í deildarskiptu félagi: Aðalstjórn: Margrét Sverrisdóttir Hrosshaga formaður Brynjar Sigurðsson Heiði gjaldkeri Sigurjón Sœland Stóra-Fljóti ritari Róbert Einar Jensson Laugarási og Eiríkur Georgsson Vesturbyggð varastjórn. Siguijón Sæland gekk úr stjórn á aðlfundi 1991 og í staðinn kom Perla Smáradóttir Miðholti sem ritari. Á aðalfundi 1992 urðu miklar breytingar í stjórn og varð hún þannig: Brynjar Sigurðsson Heiði formaður Þórdís Sigfúsdóttir Hvítárbakka gjaldkeri Ingunn Birna Bragadóttir Vatnsleysu ritari. 3. maí 1993 var aðalfundur haldinn og hætti þá Brynjar sem formaður og Margrét Sverrisdóttir tók þá aftur við formennsku, en aðri héldu áfram. Ári síðar eða 1994 gekk Ingunn Bima úr stjórn og Magnús Ásbjömsson Varmagerði tók við sem ritari. Þannig var stjómin fram að aðalfundi 20. apríl 1997. Stjórn frá 20. apríl 1997, fram að 90 ára afmæli félagsins: Margrét Sverrisdóttir Hrosshaga formaður Magnús Asbjörnsson Birkilundi ritari Helga María Jónsdóttir Efri-Brekku gjaldkeri. Jón Agúst, Ketill, Fríða, Ósk, Sigurjón, Guðjón Smári, Guðni Páll, Ivar, Unnar Steinn, Einar Þór, Jóhann Pétur. Á síðustu 10 ámm hefur Ungmennafélagið reynt að halda í gamlar og góðar hefðir en óhjákvæmilega dettur eitthvað niður og nýtt kemur í staðinn. 20. ágúst árið 1988 er íþróttavöllurinn tekinn í notkun. Þó svo að mörg handtökin væru eftir og er það Litli - Bergþór 4

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.