Litli Bergþór - 01.04.1998, Blaðsíða 25

Litli Bergþór - 01.04.1998, Blaðsíða 25
Frá Leikdeild Umf. Bisk Sýslumaður, bóndi ogforstjóri mjög ábúðarmiklir. Síðan um áramót höfum við í leikdeildinni verið að æfa og síðan sýna leikritið „Síldin kemur og sfldin fer“ eftir þær Iðunni og Kristínu Steinsdætur. Þetta er gamanleikur með söngvum, sem lýsir lífínu á Olgeirsson á harmonikku, Hjörtur Hjartarson á klarinett og gítar, Loftur S. Loftsson og Hjalti M. Baldursson á bassa og Georg Hilmarsson á trommur. Ríkið lokað. sfldarárunum í kringum 1960. Unnið var dag og nótt í marga sólarhringa og þegar kom bræla, þá skelltu sér allir á ball. Talsímakonan, var með nefið niðri í öllu, það fór ekkert fram hjá henni. Hrossabóndinn var ekki hrifinn af því að fylla plássið af allskyns lýð, sem óð yfir heimamenn. Hann beið eftir því að sfldin stingi sér og pakkið hefði sig á brott. Bóndann leikur Sigurjón Kristinsson, en hann á 45 ára leikafmæli á þessu ári. Ingunn Jensdóttir leikstýrði okkur, og var þetta 35. uppfærsla hennar. Þar af hefur hún þrisvar sinnum sett upp síldina. Æfingar gengu vel, þó var flensan eitthvað að angra okkur sum í byrjun æfingartímans, en þetta hafðist og við frumsýndum 20. febrúar. Sýningarnar voru allar í Aratungu. Þar sem Ungmennafélagið á 90 ára afmæli á þessu ári, ákváðum við að reyna að ná upp góðri stemmingu í kringum sýningamar og buðum upp á síldarhlaðborð fyrir helgarsýningar og á eftir dönsuðum við gömlu góðu sfldarvalsana. Við þökkum Jóni kokki í Aratungu fyrir hans framlag. Ekki skemmdi fyrir í söng og dansi að hafa þessa líka fínu hljómsveit. I henni voru: Garðar Fjör í lokahófinu. Alls komu 35 manns að uppsetningu þessa leikrits, þar af 23 leikarar og svo ljósamaður, leiktjaldasmiðir, hljómsveit og fólk í leikskrárgerð. Sýnt var 14 sinnum við góðar undirtektir. Viljum við þakka öllum þeim sem hjálpuðu okkur að gera þetta síldarævintýri mögulegt. Fyrir hönd Leikdeildar, Guðný Rósa Magnúsdóttir. Litli - Bergþór 25

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.