Litli Bergþór - 01.04.1998, Blaðsíða 31

Litli Bergþór - 01.04.1998, Blaðsíða 31
Reykholtsskóli 70 ára 70 ára afmælishátíð Reykholtsskóla var haldin 7. mars síðastliðinn. Fagnaðinn, sem fór fram bæði í skólanum og í Aratungu, sóttu margir og sumir langt að, enda dýrindis ferðaveður. Skólanum voru færðar rausnarlegar gjafir og stuðningur til enn betra starfs í framtíðinni, svo sem hér má sjá: Biskupstungnahreppur: 13 loftmyndir af hreppnum, ein tölva og veisla. BYKO - Breiddinni: 20.000 kr. til heimilisfræði. Foreldrafélagið: Peningaupphæð til kaupa á Ritþjálfum- söfnun ólokið. Flólmfríður Bjamadóttir: Aðstoð við leikstjóm. Kjörís: 300 íspinnar. Kvenfélag Biskupstungna: 100.000 til kaupa á hefilbekk. Límtré: Kveðjur og heit um stuðning við byggingu íþróttahúss. Magnús Skúlason: Heimasíðugerð, kennaranámskeið o. fl. María Jónsdóttir: Kynning á Ritþjálfa. MBF: 75.000 kr. til tækjakaupa. Páll Samúelsson (Toyota): Tvær tölvur. Skólaskrifstofa Suðurlands: Kveðjur. Vífilfell: Drykkir. Þorrablótsnefnd Torfastaðasóknar: 80.000 kr. til kaupa. á hefilbekk og 3 Ritþjálfar (90.000 kr). Þórarinn Magnússon, fyrrv. skstj.: Eftirprentanir á gömlum skólamyndum. Ölgerðin Egill Skallagrímsson: Drykkir. Skrá þessi er þó alls ekki tæmandi því fjölmargir aðrir lögðu skólanum lið í að gera afmælishátíðina sem ánægjulegasta, ekki hvað síst nemendur sem stóðu sig með stakri prýði á sviðinu í Aratungu. Er öllum þessum hér með þakkað, en líka þeim sem heimsóttu skólann, þ.á.m. gömlum nemendum og fyrrverandi skólastjórum, þeim Grími B. Jónssyni, Þórarni Magnússyni og aldursforsetanum Stefáni Sigurðssyni, en minningaskrif hans um gamla daga í Reykholtsskóla má lesa á heimasíðu skólans: „http://rvik.ismennt.is/~reykholt“. Að endingu skal afmælisnefndinni þakkað, en hana skipuðu: Þuríður Sigurðardóttir, Bjami Kristinsson og Sigríður Jónsdóttir. Nú er það svo okkar allra að vinna sem best úr þessum mikla stuðningi og þeim góða hug sem að baki býr. F.h. Reykholtsskóla, Stefán Böðvarsson. Kvenfélag Biskupstungna ogfulltrúar Toifastaðasóknar afhenda skólanum gjafir. Frá Kvenfélaginu. Aðalfundur Kvenfélags Biskupstungna var haldinn í Aratungu 23. febrúar 1998. Þar var kosið í stjórn og hinar ýmsu nefndir og er stjómin þannig skipuð: Formaður: Oddný Kr. Jósefsdóttir, gjaldkeri: Geirþrúður Sighvatsdóttir, ritari: Kristín Sigurðardóttir, meðstjómendur: Ingibjörg Bjamadóttir og Elín M. Hárlaugsdóttir. Varastjórn: Aðalheiður Helgadóttir og Sigrún Reynisdóttir. Fulltrúi á SSK þing: Margrét Baldursdóttir og til vara Halla Bjamadóttir. Veitinganefnd: Elínborg Sigurðardóttir. Ásta Skúladóttir, og Guðrún Ólafsdóttir. Til vara Sigríður Guttormsdóttir. Fjáröflunamefnd: Margrét Baldursdóttir, Áslaug Jóhannesdóttir og Elín M. Hárlaugsdóttir. Skógræktarnefnd: Ingibjörg Bjarnadóttir, Sigrún Reynisdóttir, María Þórarinsdóttir og Guðrún Ólafsdóttir. Fulltrúi vegna leikhúsferðar með Lions: Alice Petersen. Fulltrúar í 17. júní nefnd: Þuríður Sigurðardóttir og María Þórarinsdóttir. Af öðm starfí Kvenfélagsins frá áramótum má helst telja að Kvenfélagið gaf Reykholtsskóla kr. 100.000,- í tilefni af 70 ára afmæli skólans þ. 6. mars s.l. Runnu þeir peningar til kaupa á hefílbekk í smíðastofu skólans, á móti framlagi Þorrablótsnefndar Torfastaðasóknar. ^_____________________________________________________________OddnýC^ Danskennsla. Damsnámskeið var haldið í Aratungu haustið 1997 á vegum Umf: Bisk. Námskeiðið var mjög líflegt og þama lærðum við að dansa polka, vals, ræl, tjútt, skottis, og fl. Einnig lærðu herramir að stjóma og dömumar að láta að stjóm. Það er ekki að ástæðulausu að þetta námskeið var kallað stjómunar- og hlýðninámskeið. Áhugi er fyrir að halda danskvöld einu sinni í mánuði til að halda við kunnáttunni og einnig að hafa aftur námskeið í haust til að rifja upp og nema fleira. Þó svo að þessi hópur sé búinn að fara á námskeið er engin ástæða fyrir nýliða að hræðast að koma inn í hópinn því einhvem tíma byrja allir. Dankennararnir Ásta og Halldór á Seli vom frábærir kennarar og Garðar Olgeirsson spilaði á harmonikku af sinni taktvissu snilld. Sem sagt líflegt og skemmtilegt. Sjáumst sem flest á dansgólfinu. Kveðja til dansáhugamanna. Margrét Sverrisdóttir. Litli - Bergþór 31

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.