Litli Bergþór - 01.04.1998, Blaðsíða 18

Litli Bergþór - 01.04.1998, Blaðsíða 18
Frá uppruna til ævistarfs Viðtal við Sr. Guðmund Óla Ólafsson Fyrri hluti. Það eru sólbjartir frostdagar í lok febrúar og alhvít jörð þegar blaðamaður Litla-Bergþórs bankar upp á hjá Sr. Guðmundi Óla Ólafssyni, presti okkar Tungnamanna í 42 ár. Hann er nýfluttur úr prestbústaðnum í Skálholti og hefur komið sér notalegafyrir í einu húsanna, sem tilheyra Sumarbúðunum í Skálholti. Fyrir utan stofugluggan hjá Sr. Guðmundi flögra snjótittlingarnir í þéttum hópum. - „Jú, það tók þá nokkurn tíma að finna mig hérna aftur" segir hann og kímir við. - Og það ber ekki á öðru en að þeir kunni að meta kornið semfyrirþá er borið á nýja staðnum. Þegar við höfum komið okkur velfyrir með kaffibolla fyrir framan okkur, Sr. Guðmundur Óli, nývígður prestur 5. júní 1955. ber blaðamaður Litla-Bergþórs fram hina klassísku spurningu um œtt og uppruna viðmælanda. Hver er maðurinn ? Sr. Guðmundur: Ég er fæddur í Reykjavík á Njarðargötu 27 og má heita Reykvíkingur í húð og hár. Faðir minn, Olafur Guðmundsson, flutti tíu ára gamall til Reykjavíkur með foreldrum sínum frá Eyrarbakka. Hann var lærður húsgagnasmiður, en hóf sína lífsbaráttu í kreppunni og það fór svo að hann vann mest fyrir sér með því að byggja hús ásamt skólabróður sínum, Jóni Hlíðberg. Þeir námu húsgagnasmíði saman hjá Jónatan, húsgagnaverslun við Laugaveg. Arið 1927 byrjuðu þeir að byggja hús fyrir sig og fjölskyldur sínar að Njarðargötu 27 og þar er ég fæddur í kjallaranum, en lengra var húsbyggingin ekki komin þá. Þá voru 2 strákar í báðum fjölskyldum og þegar ég fæddist, var þeim sagt að það væri kominn lítill karl með pípuhatt. Einhvemvegin lifði sú saga. Bragi Hlíðberg, sonur Jóns, varð seinna frægur harmónikkuleikari. Faðir minn fæddist á Eyrarbakka 1894, en var ættaður frá Ægissíðu í Holtum. Guðmundur Felixson faðir hans, og afi minn, var bóndi á Ægissíðu eftir föður sinn, en missti bústofn sinn í harðindum í kjölfar sandáranna, gafst upp og flutti til Eyrarbakka, þar sem hann vann lengi sem afgreiðslumaðir í Lefoli-versluninni. Þar fór hann að leika og mun vera einn sá fyrsti, sem lék Skugga-Svein. Það er gaman að því að ég á í mínum fórum gamalt eintak af leikritinu. Sr. Guðmundur dregur l'ram litla snjáða bók og sýnir blaðamanni. Femst hafa skrifað sín nöfn annarsvegar Guðmundur Felixson og hinsvegar Friðrik, bróðir Yngri brœðurnir, Guðm. Öli og Felix, í sparisfötunum. Guðmundar. Útgáfuárið er 1898. Nú, móðir Guðmundar afa míns var sonardóttir Helgu Jónsdóttur, yngstu dóttur Jóns Steingrímssonar eldklerks, af svokölluðu Síðuprestakyni. Ég mun því vera 6. maður frá Sr. Jóni. Amma mín hét Guðný Jónsdóttir og voru þau systkynaböm hún og Guðmundur afi. Hún ólst upp á Bjóluhjáleigu, næsta bæ við Ægissíðu. Búskapnum á Ægissíðu fylgdi ferjumannsstarf og var Felix langafi minn þar ferjumaður, en bærinn Ægissíða liggur við Rangá gegnt Hellu. Móðir mín, Hallfríður Bjamadóttir, var fædd 1901 og var af „huldumannakyni". Eða það hef ég kallað það, því það hefur ekki verið auðvelt að rekja ættir hennar. Foreldrar hennar bjuggu í Eskihlíð, nálægt þeim stað, sem Friðriks kaphella og Valsheimilið eru nú. Faðir hennar var ættaður úr Kjósinni og hét Bjami Bjömsson, en móðir hennar, Júlíana Guðmundsdóttir amma mín, var Breiðfirðingur, og þar kemur huldufólkið til sögunnar. Ég veit að hún var fædd í Eyrarsveit 1864 og alin þar upp við sjómennsku. Réri með föður sínum. Þá tíðkaðist ekki að konur gengu í buxum og má geta nærri að það hefur ekki verið þægilegt að róa til fiskjar í þykku síðu vaðmálspilsi. Hún var dökkleit og brúneyg, varð snemma gráhærð. Hún var forlagatrúar, en draugatrú og trú á allskyns fyrirboða var mjög ríkjandi í þessu fólki, sem lifði við sjóinn. En því miður var hún ekki ættfróð, þar sem hún flutti svo ung að heiman. Hún fór suður um tvítugt, en áður hafði hún verið stúlka hjá Sr. Eiríki og Þuríði Kúld í Stykkishólmi. Þuríður var dóttir Sveinbjamar Egilssonar, rktors Lærða skólans. Fyrir sunnan kynnist amma mín fyrst Sumarliða nokkrum Rögnvaldssyni, sjómanni, og trúlofaðist honum, en hann dmkknaði ungur í sjóslysi. Síðar kynntist hún afa mínum, Bjarna, og á með honurn 4 dætur og einn son. Ein dóttir hennar var eitthvað þroskaheft og leitar hún til sóknarprests síns, Litli - Bergþór 18

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.